Hoppa í meginmál

Markmið okkar er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur.
Fréttir

Styttri gildistími dvalarleyfa á grundvelli verndar

Breytingar á lögum um útlendinga voru samþykktar á Alþingi þann 14. júní. Breytingarnar varða meðal annars málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd og réttaráhrif alþjóðlegrar verndar. Unnið er að því að uppfæra vef Útlendingastofnunar til samræmis við breytingarnar. Helstu atriði varðandi þessar breytingar eru talin upp í þessari frétt Útlendingastofnunar.

Síða

Ráðgjafaþjónusta

Ertu nýflutt/ur til Íslands eða enn að aðlagast? Við getum orðið að liði. Hafðu samband í gegnum netspjallið, hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst. Við tölum íslensku, ensku, pólsku, úkraínsku, spænsku, arabísku, ítölsku, eistnesku, frönsku, þýsku og rússnesku.

Síða

Bólusetningar

Bólusetningar bjarga lífum! Bólusetning er ónæmisaðgerð sem ætlað er að koma í veg fyrir alvarlegan smitsjúkdóm. Bóluefnin eru ýmist unnin úr heilum, veikluðum eða deyddum sýklum (veirum, bakteríum) eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum.

Síða

Íslenskunám

Kunnátta í íslensku hjálpar innflytjendum að aðlagast samfélaginu og eykur atvinnumöguleika. Flestir innflytjendur á Íslandi eiga rétt á stuðningi til að fjármagna íslenskukennslu, til dæmis með námsstyrk frá stéttarfélagi, styrk frá Vinnumálastofnun fyrir atvinnuleitendur eða í gegnum félagsþjónustu fyrir þá sem þiggja fjárhagsaðstoð. Ef þú ert ekki í vinnu skaltu hafa samband við félagsþjónustuna eða Vinnumálastofnun til að kanna hvernig þú getur fengið aðstoð til að læra íslensku.

Síða

Um Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar

Markmið Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar (MCC) er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur. Á þessari vefsíðu eru veittar upplýsingar um ýmsa þætti daglegs lífs, stjórnsýslu á Íslandi, um flutning til og frá Íslandi og margt fleira.

Síða

Útgefið efni

Hér má finna allskyns útgefið efni frá Fjölmenningarsetri. Notið efnisyfirlitið til að sjá hvað er í boði.

Sía efni