Persónu- verndar- yfirlýsing
Hjá stofnuninni eru gerðar ríkar kröfur um öryggi við vinnslu persónuupplýsinga og að leynd upplýsinga og trúnaði sé viðhaldið í samræmi við lög, reglur og eigin öryggisstefnu.
Athugið: Þann 1. apríl, 2023, sameinaðist Fjölmenningarsetur Vinnumálastofnun. Fjölmenningarsetur varð að nýrri deild innan stofnunarinnar sem kallast Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar. Lög um málefni innflytjenda hafa verið uppfærð og endurspegla nú þessar breytingar. Vinnumálastofnun er ábyrgðaraðili að allri vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer af hálfu sameinaðra stofnana.
Vinnumálastofnun er nauðsynlegt að vinna með persónuupplýsingar einstaklinga til þess að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Hjá stofnuninni eru gerðar ríkar kröfur um öryggi við vinnslu persónuupplýsinga og að leynd upplýsinga og trúnaði sé viðhaldið í samræmi við lög, reglur og eigin öryggisstefnu.
Í persónuverndarstefnunni er unnt að nálgast fræðslu um meðferð Vinnumálastofnunar á persónuupplýsingum. Jafnframt er hægt að nálgast frekari upplýsingar í öryggisstefnu og vinnsluskrá Vinnumálastofnunar.
Gerðar eru ríkar kröfur um öryggi við vinnslu persónuupplýsinga og að leynd upplýsinga og trúnað sé viðhaldið í samræmi við lög, reglur.