Hoppa í meginmál
Ráðgjafaþjónusta MCC

Ráðgjöf

Ertu nýflutt/ur til Íslands eða enn að aðlagast? Við getum orðið að liði.

Hafðu samband í gegnum netspjallið, hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst.

Við tölum íslensku, ensku, pólsku, úkraínsku, spænsku, arabísku, ítölsku, eistnesku, frönsku, þýsku og rússnesku.

Um ráðgjafaþjónustuna

Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar starfrækir ráðgjafaþjónustu með það hlutverk að aðstoða þig. Þjónustan er gjaldfrjáls og fyllsta trúnaðar er gætt. Ráðgjafar okkar tala íslensku, ensku, pólsku, úkraínsku, spænsku, arabísku, ítölsku, eistnesku, frönsku og rússnesku.

Hjá okkur fá innflytjendur stuðning til að auðvelda þeim fyrstu sporin á Íslandi. Við erum í samstarfi við helstu stofnanir og samtök á Íslandi. Með þeirra hjálp getum við þjónað þér í samræmi við þínar þarfir.

Hafðu samband

Þú getur spjallað við okkur með því að nota talblöðruna (spjallið er opið milli 9 og 11, alla virka daga).

Þú getur sent okkur tölvupóst með fyrirspurnum, eða til að bóka tíma fyrir viðtal hjá okkur á staðnum eða í gegnum myndsímtal á netinu: mcc@vmst.is

Þú getur hringt í okkur:  (+354) 450-3090 (Opið mánudaga til fimmtudaga frá 09:00 – 15:00 og föstudaga frá 09:00 – 12:00) 

Þú getur skoðað vefsíðuna okkkar: www.mcc.is

Hittu ráðgjafana

Ráðgjafar okkar geta aðstoðað þig á eftirfarandi tungumálum: Íslensku, ensku, pólsku, úkraínsku, spænsku, arabísku, ítölsku, eistnesku, þýsku og rússnesku. Þú getur nálgast þá á þremur stöðum, eftir því hverjar þarfir þínar eru:

Reykjavík

Grensásvegur 9, 108 Reykjavík

Viðtalstímar eru frá 10:00 – 12:00, á virkum dögum.

Ísafjörður

Árnagata 2 – 4, 400 Ísafjörður

Viðtalstímar eru frá 09:00 – 12:00, á virkum dögum.

Þeir sem eru að sækjast eftir alþjóðlegri vernd geta farið í þjónustumiðstöðina í Domus, sem er staðsett á Egilsgötu 3, 101 Reykjavík. Almennir opnunartímar eru frá 08:00 til 16:00 en ráðgjafar MCC geta tekið á mótið fólki milli 09:00 og 12:00, á virkum dögum.

Upplýsingaveggspjald: Do you have a question? How to contact us? Veggspjald sem á er að finna tengiliðaupplýsingar, möguleika á aðstoð og fleira. Hér er hægt að hlaða veggspjaldinu niður, í fullri A3 stærð.

Okkar hlutverk er að hjálpa þér!

Hringdu, notaðu netspjallið eða sendu okkur tölvupóst.