Hoppa í meginmál
Stjórnskipulag

Sendiráð

Hlutverk sendiráða er að gæta hagsmuna Íslands og Íslendinga í umdæmislöndum sendiherra. Einnig vinna sendiráðsstarfsmenn að því að þróa og efla samband ríkjanna og aðstoða Íslendinga í neyð. Starfsfólk sendiráðsins samanstendur almennt af:

  • efnahagsfulltrúum sem sjá um efnahagsmál og semja um einkaleyfi, skatta og gjöld meðal annars,
  • sendifulltrúum sem fást við ferðatengd mál eins og útgáfu vegabréfsáritana,
  • embættismönnum sem fylgjast með pólitísku andrúmslofti í gistilandinu og gefa út skýrslur til ferðamanna og stjórnvalda heima fyrir.

Íslensk sendiráð

Ísland starfrækir 27 sendiskrifstofur í 22 ríkjum. Kjörræðismenn Íslands eru yfir 200 talsins í rúmlega 90 löndum og sjálfstjórnarsvæðum sem þeim lúta.

Hér geturðu fundið opinberar upplýsingar um sendiráð og kjörræðismenn Íslands gagnvart erlendum ríkjum og vegabréfsáritanir.

Samkvæmt Helsinki sáttmálanum ber opinberum starfsmönnum norrænna ríkja að aðstoða ríkisborgara annars norræns ríkis ef það ríki á ekki fulltrúa á viðkomandi landssvæði.

Sendiráð erlendra ríkja gagnvart Íslandi

Í Reykjavík eru 14 sendiráð. Að auki eru 64 ræðismannsskrifstofur og þrír aðrir sendifulltrúar á Íslandi.

Hér að neðan er listi yfir lönd sem eru með sendiráð á Íslandi, þó ekki tæmandi. Finna má frekari upplýsingar á síðu Stjórnarráðsins.

Kanada

Kína

Danmörk

Finnland

Frakkland

Þýskaland

Indland

Japan

Noregur

Pólland

Rússland

Svíþjóð

Bretland

Bandaríkin

Gagnlegir hlekkir

Hlutverk sendiráða er að gæta hagsmuna Íslands og Íslendinga í umdæmislöndum sendiherra.