Plan for reception of residents of foreign origin
The main objective of the reception plan for residents of foreign origin is to promote equal educational opportunities as well as the social, economic and cultural well-being of newcomers, regardless of their background.
A multicultural society is based on the vision that diversity and migration is a resource that benefits everyone.
NOTE: The version of this section in English is in progress and will be ready soon. Please contact us via mcc@mcc.is for more information.
Hvað er móttökuáætlun?
Eins og segir í móttökuáætluninni sem finna má hér, er meginmarkmið hennar að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar auk félagslegrar, efnahagslegrar og menningarlegrar velferðar nýbúa, óháð bakgrunni þeirra,
Fjölmenningarlegt samfélag byggir á þeirri sýn að fjölbreytileiki og fólksflutningar sé auðlind sem öllum sé í hag að virkja.
Til að byggja upp samfélag án aðgreiningar þarf að aðlaga þjónustu og miðla upplýsingum frá öllum viðeigandi sviðum með það að markmiði að koma til móts við þarfir og fjölbreytta samsetningu íbúa.
Markmið móttökuáætlunarinnar eru nánar skilgreind í upphafi hennar. Hér má nálgast móttökuáætlun í heild sinni.
Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda - Aðgerð B.2
Í framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda eru kynntar aðgerðir sem endurspegla meginmarkmið laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 um að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Markmiðið með því að sveitarfélög geri, og starfi eftir, formlegri móttökuáætlun, er að auðvelda aðgengi að upplýsingum og þjónustu fyrstu vikur og mánuði sem einstaklingar og fjölskyldur búa á Íslandi.
Fjölmenningarsetri var falið að framkvæma aðgerð B.2 í framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda 2016 – 2019, “Fyrirmynd að móttökuáætlun” og var markmið aðgerðarinnar að stuðla að því að vel sé tekið á móti nýkomnum innflytjendum.
Í uppfærðri framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda 2022 – 2024 , sem samþykkt var af Alþingi, 16 júní 2022, var Fjölmenningarsetri falið að vinna áfram með móttökuáætlun og framkvæma aðgerð 1 .5. “Fjölmenningarstefnur og móttökuáætlanir sveitarfélaga.” Markmið nýjy aðgerðarinnar er að stuðla að því að fjölmenningarsjónarmið og hagsmunir innflytjenda séu samþætt í stefnumótun og þjónustu sveitarfélaga.
Hlutverk Fjölmenningarseturs er skilgreint á þann veg að stofnunin veiti sveitarfélögum og öðrum stofnunum stuðning við gerð móttökuáætlana og fjölmenningarstefna.
Fjölmenningarfulltrúi
Mikilvægt er að skýrt sé fyrir nýja íbúa hvar þeir geta aflað sér upplýsinga sem gagnast þeim við að skilja sitt nýja samfélag betur.
Almennt er mælst til þess að sveitarfélag móti sterka framlínu sem veiti öllum íbúum skýrar og réttar upplýsingar um opinbera þjónustu, auk helstu upplýsinga um nærþjónustu og nærumhverfi. Stuðningur við slíka framlínu væri tilnefning starfsmanns sem hefði yfirsýn yfir móttöku og aðlögun nýrra íbúa af erlendum uppruna í samfélaginu.
Æskilegt er að sveitarfélag sem enn er að byggja upp slíka framlínu tilnefni starfsmann sem veiti sviðum og stofnunum stuðning. Um leið hefur sá starfsmaður yfirsýn yfir fjölmenningarmál sveitarfélagsins, þar á meðal upplýsingagjöf.
Menningarnæmi (Cultural competence)
Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi. Fjölmenningarsetri var falið að sjá um að undirbúa fræðslu og þjálfun sem eflir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga í að veita sérfræðiaðstoð og stuðning í málefnum innflytjenda og eykur þekkingu þess á menningarnæmi og -færni.
Fjölmenningarsetur stóð að gerð námsefnis og þjálfunarnámskeiðs um menningarnæmi undir yfirskriftinni “Fjölbreytnin auðgar – samtal um góða þjónustu í samfélagi margbreytileikans.” Námsefnið var afhent símenntunarstöðvum um land allt til kennslu og fengu, þann 2. september 2021, kynningu og þjálfun í kennslu námsefnisins.
Símenntunarstöðvarnar sjá því nú um kennslu á námsefninu og því skal hafa samband við þær til að fá nánari upplýsingar og/eða til að skipuleggja námskeið.
Ein af þeim símenntunarstöðvum sem kenna námsefnið er Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS). Hún hefur, í samstarfi við Velferðarnetið, haldið námskeið um menningarnæmi síðan haustið 2022. Í febrúar 2023 höfðu 1000 manns sótt námskeiðið.
Gagnlegir hlekkir
- Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda 2022-2024
- Jafnrétti í sveitarfélögum - Jafnréttistofa
- Intercultural Cities programme (ICC)
- IMDI – Inngilding (Norsk fyrirmynd)
- Good Relations Concept (Finnsk fyrirmynd)
- UNHRC: Effective Inclusion of Refugees
- Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna
Fjölmenningarlegt samfélag byggir á þeirri sýn að fjölbreytileiki og fólksflutningar sé auðlind sem öllum sé í hag að virkja.