Bóka- og skjalasöfn
Bókasöfn eru hagkvæm leið til að nálgast bækur á íslensku og öðrum tungumálum. Þú getur lesið meira um bókasöfn og skjalasöfn á þessari síðu.
Bókasöfn
Bókasöfn eru hagkvæm leið til að nálgast bækur á íslensku og öðrum tungumálum. Þú getur lesið meira um bókasöfn og skjalasafn hér.
Allir geta fengið aðgang að bókum og öðru efni hjá almenningsbókasöfnum með bókasafnsskírteini. Bókasöfn eru rekin af sveitarfélögunum og oft eru þau með viðbótarþjónustu og aðstöðu fyrir félagslegt starf og litlar samkomur. Má þar nefna leshringi, bókaklúbba, aðstoð við heimanám fyrir nemendur og aðgang að tölvum og prenturum.
Sveitarfélög reka vefsíður fyrir bókasöfn og þar er að finna upplýsingar um viðburði, staði, opnunartíma og reglur um bókasafnsskírteini, gjöld og útlánareglur fyrir efni.
Einstaklingar sem eru blindir eða sjónskertir geta nálgast hljóðbækur og blindraletursefni á Hljóðbókasafninu á vegum Samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi.
Flestir grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar hafa sitt eigið bókasafn sem er ætlað starfsfólki og nemendum. Margar stofnanir og fyrirtæki hafa einnig sérstakt bókasafn fyrir starfsmenn sína.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er þjóðbókasafn Íslands og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið er opið öllum sem eru 18 ára og eldri, og einnig börnum í fylgd með fullorðnum.
Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfn geyma stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á. Hver sá sem óskar því eftir getur fengið aðgang að skjalasöfnunum fyrir utan skjöl sem lúta að almannahagsmunum eða vernd persónulegra upplýsinga.
Gagnlegir hlekkir
- Bóka- og skjalasöfn - island.is
- Samtök blindra og sjónskertra á Íslandi
- Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Þjóðskjalasafn Íslands
Bókasöfn eru hagkvæm leið til að nálgast bækur á íslensku og öðrum tungumálum.