Algengar spurningar og svör
Hér er að finna algengar spurningar um ýmislegt, og svör við þeim.
Athugaðu hvort þú finnur svar við þeim spurningum sem þú hefur.
Vanti þig aðstoð, hafðu þá endilega samband við rágjafana okkar. Þeir eru til staðar til að hjálpa.
Leyfismál
Ef þú ert með dvalarleyfi fyrir en þarft að endurnýja það, þá er það gert rafrænt. Þú þarft að hafa rafræn skilríki til að fylla út umsókn á netinu.
Nánari upplýsingar um endurnýjun dvalarleyfis og hvernig á að sækja um.
Athugið: Þetta umsóknarferli er aðeins til að endurnýja dvalarleyfi sem viðkomandi er með fyrir. Það er ekki fyrir þá sem hafa fengið vernd á Íslandi eftir að hafa flúið frá Úkraínu. Í þeim tilvikum er best að fara hingað til að fá frekari upplýsingar.
Fyrst skaltu ganga úr skugga um að þú hafir lesið þetta.
Farðu á þessa bókunarsíðu til að bóka tíma fyrir myndatöku.
Þeir sem sækja um alþjóðlega vernd, en vilja vinna á meðan umsókn þeirra er í vinnslu, geta sótt um svokallað bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi. Þetta leyfi þarf að fást áður en farið er að vinna.
Það að leyfið sé til bráðabyrgða, þýðir að það gildir aðeins þar til umsókn um vernd hefur verið tekin fyrir. Leyfið er ekki að veita þeim sem það fær, varanlegt dvalarleyfi og er háð ákveðnum skilyrðum.
Innflutningur gæludýra verður að vera í samræmi við reglur MAST. Innflytjendur þurfa að sækja um innflutningsleyfi til MAST og þurfa gæludýrin að uppfylla heilbrigðiskröfur (bólusetningar og próf) auk þess að vera í sóttkví í 2 vikur eftir komu.
Þú finnur nánari upplýsingar um innflutning á gæludýrum á þessari vefsíðu MAST.
Menntun
Til að athuga hvort prófskírteinin þín séu gild á Íslandi og til að fá þau viðurkennd, getur þú leitað til ENIC/NARIC. Nánari upplýsingar hér.
Ef tilgangurinn er að öðlast réttindi til að sinna lögbundnum störfum á Íslandi, þarf að leita til þar til bærs stjórnvalds í landinu.
Umsækjendur um alþjóðlega vernd (hælisleitendur) geta stundað ókeypis íslenskunám og tekið þátt í öðru félagsstarfi á vegum Rauða krossins. Dagskrá má finna í Facebook hópum þeirra.
Hér á vefsíðu okkar má finna frekari upplýsingar um íslenskunám.
Atvinna
Ef þú hefur misst vinnuna gætir þú átt rétt á atvinnuleysisbótum á meðan þú leitar að nýju starfi. Hægt er að sækja um með því að skrá sig á vef Vinnumálastofnunar og fylla út umsókn á netinu. Þú þarft rafræn skilríki eða íslykill til að skrá þig inn. Þegar þú opnar ‘Mínar síður’ getur þú sótt um atvinnuleysisbætur og leitað að lausum störfum. Þú þarft einnig að leggja fram skjöl tengd síðasta starfi þínu. Eftir að þú hefur skráð þig er staða þín ‘atvinnulaus einstaklingur í virkri atvinnuleit‘. Þetta þýðir að þú þarft að vera tilbúinn til að hefja störf hvenær sem er.
Athugaðu að þú verður að staðfesta atvinnuleit þína í gegnum ‘Mínar síður‘ á milli 20. og 25. hvers mánaðar til að tryggja að þú fáir greiddar atvinnuleysisbætur. Nánar má lesa um atvinnuleysisbætur hér og einnig má finna nánari upplýsingar á vef Vinnumálastofnunar.
Ef þú ert í vandræðum með vinnuveitanda þinn ættir þú að hafa samband við verkalýðsfélagið til að fá aðstoð. Það eru verkalýðsfélög (einnig nefnd stéttarfélög) fyrir hverja atvinnugrein og iðnað. Þú getur athugað hvaða verkalýðsfélagi þú tilheyrir með því að skoða launaseðilinn. Þar ætti að koma fram til hvaða stéttarfélags þú hefur greitt.
Starfsmenn stéttarfélags eru bundnir þagnarskyldu og þeir munu ekki hafa samband við vinnuveitanda þinn nema með fengnu leyfi frá þér.
Lestu meira um réttindi launafólks á Íslandi.
Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) má finna yfirlit yfir vinnurétt á Íslandi.
Ef þig grunar að þú sért fórnarlamb mansals eða þig grunar að einhver annar sé það, vinsamlegast hafðu samband við Neyðarlínuna með því að hringja í 112 eða hafa samband í gegnum netspjallið á vefsíðu Neyðarlínunnar.
Stéttarfélög eru fulltrúar launafólks og standa vörð um réttindi þeirra. Öllum er skylt samkvæmt lögum að inna af hendi félagsgjöld til stéttarfélags þó ekki sé skylda að vera skráður í stéttarfélag.
Til að skrá sig í stéttarfélag og geta notið þeirra réttinda sem félagsaðild fylgir, þarf að sækja um aðild skriflega.
Á Íslandi er mikill fjöldi stéttarfélaga sem eru mynduð í tengslum við tilteknar atvinnugreinar og/eða menntunar. Hvert stéttarfélag gerir kjarasamning sem hentar þeirri starfsgrein sem það stendur fyrir.
Þú getur sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun.
Nokkrir aðilar bjóða upp á gjaldfrjálsa lögfræðiaðstoð.
Hér á þessu vefsvæði fjöllum við um þessi mál.
Almenna reglan er sú að börn mega ekki vinna. Börn í skyldunámi má einungis ráða í létta vinnu.
Börn yngri en þrettán ára mega einungis taka þátt í menningarlegum og listrænum viðburðum og íþrótta- og auglýsingastarfi og aðeins með leyfi Vinnueftirlits ríkisins.
Á vefsíðu vinnumálastofnunar má finna fleiri spurningar og svör fyrir atvinnuleitendur.
Fjárhagslegur stuðningur
Ef þú þarft brýna fjárhagsaðstoð ættir þú að hafa samband við sveitarfélagið þitt til að athuga hvaða aðstoð það getur boðið. Þú gætir átt rétt á fjárhagsaðstoð ef þú ert ekki að fá atvinnuleysisbætur. Hér finnur þú upplýsingar um það hvernig þú getur haft samband við sveitarfélagið þitt.
Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Að bera kennsl á þig með rafrænum skilríkjum á netinu jafngildir því að framvísa hefðbundnum persónuskilríkjum. Hægt er að nota rafræn skilríki sem gilda undirskrift, jafngilda eigin undirskrift.
Þú getur notað rafræn skilríki til að auðkenna sjálfan þig og undirrita rafræn skjöl. Flestar opinberar stofnanir og sveitarfélög bjóða nú þegar upp á innskráningu á þjónustusíður með rafrænum skilríkjum, svo og allir bankar, sparisjóðir og fleiri.
Hér á vefsíðunni finnur þú frekari upplýsingar um rafræn skilríki.
Nokkrir aðilar bjóða upp á gjaldfrjálsa lögfræðiaðstoð.
Heilsa
EES/ESB ríkisborgarar sem flytja til Íslands frá EES/ESB-landi eða Sviss, eiga rétt á sjúkratryggingu frá þeim tíma sem lögheimili þeirra er skráð hjá Þjóðskrá, að því tilskildu að þeir hafi áður verið tryggðir af almannatryggingakerfi í fyrra dvalarlandi.
Umsóknum um lögheimilisskráningu er skilað til Þjóðskrár Íslands. Þegar skráningin er komin í gegn er hægt að sækja um tryggingu hjá Sjúkratryggingum Íslands. Athugaðu að þú verður ekki tryggður nema þú sækir um það.
If you do not have insurance rights in your previous country of residence, you will need to wait six months for health insurance coverage in Iceland.
Ef þú varst ekki sjúkratryggður í fyrra búsetulandi, þarftu að bíða í sex mánuði eftir að verða sjúkratryggður á Íslandi.
Þú þarft að skrá þig og fjölskyldu þína á næstu heilsugæslustöð á því svæði þar sem þú ert með lögheimili. Þú þarft að panta tíma hjá lækni á þinni heilsugæslustöð.
You can book appointments by calling your healthcare centre or online on Heilsuvera. Once the registration has been confirmed, you will need to grant the healthcare center permission to access your past medical data. Only healthcare employees may refer people to hospital for treatment and medical assistance.
Þú getur pantað tíma með því að hringja á heilsugæslustöðina þína eða panta á netinu í gegnum Heilsuveru. Þegar skráning hefur verið staðfest þarftu að veita heilsugæslustöðinni leyfi til að fá aðgang að sjúkrasögu þinni. Einungis heilbrigðisstarfsfólk má vísa fólki á sjúkrahús til meðferðar og læknisaðstoðar.
Allir geta lent í misnotkun eða ofbeldi, sérstaklega í nánum samböndum. Þetta getur gerst óháð kyni þínu, aldri, félagslegri stöðu eða bakgrunni. Enginn ætti að þurfa að lifa í ótta og hjálp er í boði.
Upplýsingar um ofbeldi, misnotkun og vanrækslu.
Í neyðartilvikum og/eða lífshættulegum aðstæðum skaltu alltaf hringja í 112 eða hafa samband við Neyðarlínuna í gegnum netspjallið þeirra.
Þú getur líka haft samband við 112 ef þig grunar að verið sé að misnota þig eða einhvern sem þú þekkir.
Hér er listi yfir stofnanir og þjónustu sem bjóða hjálp þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi áður eða eru að ofbeldi í dag.
Vinsamlegast hafðu samband við ráðgjafateymi okkar ef þú hefur frekari spurningar eða þarft aðstoð.
Húsnæði / Lögheimili
Ef þú ert búsett/ur á Íslandi eða stefnir á að búa á Íslandi, ættir þú að skrá heimilisfang þitt hjá Þjóðskrá Íslands. Föst búseta er sá staður þar sem einstaklingur hefur eigur sínar, eyðir frítíma sínum og sefur þegar hann er ekki tímabundið fjarverandi vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra ástæðna.
Til að skrá lögheimili á Íslandi þarf að hafa dvalarleyfi (á við um ríkisborgara utan EES) og kennitölu (á við um alla).
Þú ert á réttum stað! Þetta vefsvæði sem þú ert að skoða, inniheldur mikið af gagnlegum upplýsingum.
Ef þú ert ríkisborgari í EES-landi þarft þú að skrá þig hjá Þjóðskrá Íslands. Nánari upplýsingar er að finna á veffsvæði stofnunarinnar.
Ef þú ætlar að dvelja lengur en í þrjá mánuði á Íslandi og ert ríkisborgari í landi sem er ekki EES/EFTA-ríki, þarft þú að sækja um dvalarleyfi. Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfi.
Lestu meira um þetta hér á væfsvæðinu okkar.
Þú gætir átt rétt á húsnæðisbótum ef þú býrð í félagslegu húsnæði eða leigir húsnæði á almennum markaði. Hægt er að sækja um netinu eða á pappír. Best er að gera þetta rafrænt. Þegar umsókn hefur borist færðu tölvupóst til staðfestingar. Ef frekari upplýsinga eða gagna er þörf, verður haft samband við þig í gegnum „Mínar síður“ og netfangið sem þú gafst upp í umsókninni. Mundu að það er á þinni ábyrgð að athuga með skilaboð sem þér eru send.
Athugaðu eftirfarandi tengla til að fá frekari upplýsingar:
Þú getur lesið meira um þetta efni hér.
Bendum fólki einnig á að skoða eftirfarandi síður til að finna gagnlegar upplýsingar varðandi þetta efni:
Flutningu frá Íslandi – Þjóðskrá
Ef ágreiningur kemur upp á milli leigjanda og leigusala er hægt að fá aðstoð frá Leigjendaaðstoðinni. Einnig er hægt að kæra til kærunefndar húsamála.
Hér á þessu vefsvæði okkar finnur þú mikið af upplýsingum um leigumál og ýmislegt þeim tengdum. Athugaðu sérstaklega kafla sem heitir Leigjendaaðstoð.
Í ágreiningi leigjenda og leigusala er unnt að kæra til kærunefndar húsamála. Hér er að finna nánari upplýsingar um nefndina og hvað hægt er að kæra til hennar.
Einnig er hægt að fá ókeypis lögfræðiaðstoð. Lestu meira um það hér.