Heilbrigðis- kerfið á Íslandi
Á Íslandi er alhliða heilbrigðiskerfi þar sem allir eiga rétt á neyðaraðstoð. Þeir sem hafa lögheimili á Íslandi eru tryggðir af Sjúkratryggingum Íslands að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Neyðarnúmer landsins er 112. Þú getur líka haft samband í gegnum netspjall vegna neyðartilvika í gegnum 112.is og neyðarþjónusta er til staðar allan sólarhringinn, allt árið um kring.
Heilbrigðisumdæmi
Landinu er skipt í sjö heilbrigðisumdæmi. Í heilbrigðisumdæmunum er að finna heilbrigðisstofnanir og/eða heilsugæslustöðvar. Heilsugæslustöðvar veita almenna heilbrigðisþjónustu fyrir umdæmið, svo sem heilsugæslu, læknisskoðanir, rannsóknir, læknismeðferð, hjúkrun á sjúkrahúsum, endurhæfingu, hjúkrun aldraðra og tannlækningar.
Sjúkratryggingar
Allir sem hafa átt lögheimili á Íslandi í sex mánuði samfleytt eru sjúkratryggðir. Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvort ríkisborgarar EES og EFTA landa eigi rétt til að flytja sjúkratryggingaréttindi til Íslands.
Greiðsluþátttökukerfið
Í íslensku heilbrigðiskerfi er notast við greiðsluþátttökukerfi sem lækkar útgjöld fólks sem þarf að sækja mikla heilbrigðisþjónustu.
Sú upphæð sem fólk þarf að greiða sjálft nær hámarki. Kostnaður er svo lægri fyrir aldraða, öryrkja og börn. Greiðslur fyrir veitta þjónustu á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum falla undir greiðsluþátttöku ríkisins, ásamt heilbrigðisþjónustu sjálfstætt starfandi lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, talmeinafræðinga og sálfræðinga.
Sú hámarksupphæð sem fólk þarf að greiða sjálft, breytist endrum og eins. Til að sjá hverjar hámarksupphæðirnar eru hverju inni, sem mismunandi hópar þurfa að greiða, er best að kíkja á þessa síðu.
Til að finna frekari upplýsingar um heilbrigismal á Íslandi almennt, smelltu hér.
Heilsuvera
Hið opinbera starfrækir vefsíðu sem kallast Heilsuvera en þar má finna allskyns upplýsingar um sjúkdóma og forvarnir sem og fyrirbyggjandi leiðir til heilbrigðara og betra lífs.
Á Heilsuveru er hægt að skrá sig inn á “Mínar síður” en þar má bóka tíma, endurnýja lyf, eiga örugg samskipti við heilbrigðistarfsfólk og ýmislegt fleira.
Til að skrá sig inn er notast við rafræn skilríki.
Heilsuvera er enn sem komið er einungis á íslensku.
Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður eða menntaður og getur unnið sem slíkur? Hefur þú áhuga á að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi?
Landlæknir veitir leyfi til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar og til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi.
Nánari upplýsingar um þetta og hvað þarf að gera í tilfelli hverrar starfsstéttar er að finna á þessari síðu Landlæknisembættisins.
Ef þú ert með sértækar spurningar varðandi þessi mál, vinsamlegast hafðu samband við Landlæknisembættið með því að senda á netfangið starfsleyfi@landlaeknir.is
Gagnlegir hlekkir
- island.is - Heilbrigðismál
- Greiðsluþátttökukerfið
- Líf og heilsa - Stjórnarráð Íslands
- Landlæknir
- Heilsuvera
- Blóðbankinn
- Starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna
Á Íslandi er alhliða heilbrigðiskerfi þar sem allir eiga rétt á neyðaraðstoð.