Hoppa í meginmál
Fjölmenningarsetur

Persónu- verndar- yfirlýsing

Í persónuverndaryfirlýsingu Fjölmenningarseturs (MCC) kemur fram hvaða persónuupplýsingum stofnunin safnar um einstaklinga vegna starfsemi sinnar og í hvaða tilgangi. Okkur er annt um friðhelgi einkalífs og tökum það mjög alvarlega.

Fjölmenningarsetri er annt um friðhelgi einstaklinga og tekur persónuvernd alvarlega. Stofnunin leggur mikla áherslu á að virða réttindi þeirra sem þiggja þjónustu stofnunarinnar og að öll meðferð persónuupplýsinga sé á hverjum tíma í samræmi við gildandi lög og reglur. Í persónuverndaryfirlýsingu Fjölmenningarseturs má sjá hvaða persónuupplýsingum stofnunin safnar um einstaklinga vegna starfsemi sinnar og í hvaða tilgangi.

Þá má hér finna upplýsingar um aðra viðtakendur upplýsinganna og hvað þær eru geymdar lengi. Auk þess má finna upplýsingar um á hvaða grundvelli Fjölmenningarsetur safnar persónuupplýsingum, hvaða réttinda einstaklingar njóta og fleiri mikilvægar upplýsingar sem tengjast lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.