Hoppa í meginmál

Markmið okkar er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur.
Viðburðir

Fjölskyldufjör - Viðburðir fyrir alla fjölskylduna í sumar

Fjölskyldufjör! EAPN á Íslandi og TINNA – Virknihús, bjóða upp á Fjölskyldufjör, samveru með börnum. Mæting í Fjölskyldumiðstöðina í Gerðubergi 3-5, kl. 11, alla mánudaga í sumar, frá 24. júní til 19. ágúst. Boðið upp á brauð og drykki áður en farið er með strætó á áfangastað. Einnig verður opið hús, brauð og drykkir og spjall við félagsráðgjafa í opnum tíma alla miðvikudaga í sumar milli kl. 10 og 14, í Gerðubergi 3-5. Engin skráning og kostar ekkert. Öll velkomin.   Dagskrá: 24. júní Sjóminjasafnið – Reykjavík Maritime Museum 1. júlí Húsdýragarðurinn – Park and Zoo 8. júlí Kjarvalsstaðir og Klambratún leikvöllur – Playground 15. júlí Árbæjarsafn-Árbær Open Air Museum 22. júlí Þjóðminjasafnið – National Museum of Iceland 29. júlí Sumarhátíð Fjölskyldumiðstöðinni – Summer festival 12. ágúst Grasagarðurinn – Botanic garden 19. ágúst Ásmundarsafn og ratleikur – Museum Ásmundur and orientation game   Til að fá nánari upplýsingar, hringuð í síma: 664-4010 Hér má finna veggspjald með uppýsingum um dagskrána.

Síða

Ráðgjafaþjónusta

Ertu nýflutt/ur til Íslands eða enn að aðlagast? Við getum orðið að liði. Hafðu samband í gegnum netspjallið, hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst. Við tölum íslensku, ensku, pólsku, úkraínsku, spænsku, arabísku, ítölsku, eistnesku, frönsku, þýsku og rússnesku.

Síða

Bólusetningar

Bólusetningar bjarga lífum! Bólusetning er ónæmisaðgerð sem ætlað er að koma í veg fyrir alvarlegan smitsjúkdóm. Bóluefnin eru ýmist unnin úr heilum, veikluðum eða deyddum sýklum (veirum, bakteríum) eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum.

Síða

Íslenskunám

Kunnátta í íslensku hjálpar innflytjendum að aðlagast samfélaginu og eykur atvinnumöguleika. Flestir innflytjendur á Íslandi eiga rétt á stuðningi til að fjármagna íslenskukennslu, til dæmis með námsstyrk frá stéttarfélagi, styrk frá Vinnumálastofnun fyrir atvinnuleitendur eða í gegnum félagsþjónustu fyrir þá sem þiggja fjárhagsaðstoð. Ef þú ert ekki í vinnu skaltu hafa samband við félagsþjónustuna eða Vinnumálastofnun til að kanna hvernig þú getur fengið aðstoð til að læra íslensku.

Síða

Um Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar

Markmið Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar (MCC) er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur. Á þessari vefsíðu eru veittar upplýsingar um ýmsa þætti daglegs lífs, stjórnsýslu á Íslandi, um flutning til og frá Íslandi og margt fleira.

Síða

Útgefið efni

Hér má finna allskyns útgefið efni frá Fjölmenningarsetri. Notið efnisyfirlitið til að sjá hvað er í boði.

Sía efni