Rafrænn kynningarfundur um verkefnastyrki Nordplus
Þann 8. desember (2023) verður haldinn rafrænn kynningarfundur um verkefnastyrki Nordplus. Tilefnið er að næsti umsóknarfrestur um styrki er 1. febrúar, 2024. Í tilkynningu frá Rannís segir að kynnt verði öll þau tækifæri sem Nordplus býður upp á. “Fyrir þau sem hafa áhuga á að sækja um styrk eða vilja heyra meira um umsóknarferlið, er tilvalið að mæta og spyrja allra þeirra spurninga sem þið hafið.” Rannís rekur landsskrifstofu Nordplus á Íslandi. Hér má sjá tilkynninguna í heild.
Ráðgjafaþjónusta
Ertu nýflutt/ur til Íslands eða enn að aðlagast? Við getum orðið að liði. Hafðu samband í gegnum netspjallið, hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst. Við tölum íslensku, ensku, pólsku, spænsku, arabísku, úkraínsku og rússnesku.
Um Fjölmenningarsetur
Markmið Fjölmenningarseturs (MCC) er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur. Á þessari vefsíðu veitir MCC upplýsingar um ýmsa þætti daglegs lífs og stjórnsýslu á Íslandi og veitir stuðning varðandi flutning til og frá Íslandi. MCC veitir einstaklingum, félögum, fyrirtækjum og íslenskum stjórnvöldum stuðning, ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda og flóttamanna á Íslandi.
Útgefið efni
Hér má finna allskyns útgefið efni frá Fjölmenningarsetri. Notið efnisyfirlitið til að sjá hvað er í boði.