Nýtt vefsvæði Fjölmenningarseturs
Fjölmenningarsetur kynnir hér með nýtt vefsvæði. Það er von okkar að það muni gera innflytjendum, flóttafólki og öðrum, enn auðveldar að nálgast gagnlegar upplýsingar. Vefsvæðið hefur að geyma upplýsingar um ýmislegt varðandi daglegt líf og hvernig hlutirnir ganga almennt fyrir sig á Íslandi auk þess að veitt er aðstoð og upplýsingar varðandi það að flytja til og frá landinu.
Ráðgjafaþjónusta
Ertu nýflutt/ur til Íslands eða enn að aðlagast? Við getum orðið að liði. Hafðu samband í gegnum netspjallið, hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst. Við tölum íslensku, ensku, pólsku, spænsku, arabísku, úkraínsku og rússnesku.
Um Fjölmenningarsetur
Markmið Fjölmenningarseturs (MCC) er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur. Á þessari vefsíðu veitir MCC upplýsingar um ýmsa þætti daglegs lífs og stjórnsýslu á Íslandi og veitir stuðning varðandi flutning til og frá Íslandi. MCC veitir einstaklingum, félögum, fyrirtækjum og íslenskum stjórnvöldum stuðning, ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda og flóttamanna á Íslandi.
Útgefið efni
Hér má finna allskyns útgefið efni frá Fjölmenningarsetri. Notið efnisyfirlitið til að sjá hvað er í boði.