Hoppa í meginmál

Markmið okkar er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur.
Fréttir

Rafrænn kynningarfundur um verkefnastyrki Nordplus

Þann 8. desember (2023) verður haldinn rafrænn kynningarfundur um verkefnastyrki Nordplus. Tilefnið er að næsti umsóknarfrestur um styrki er 1. febrúar, 2024. Í tilkynningu frá Rannís segir að kynnt verði öll þau tækifæri sem Nordplus býður upp á. “Fyrir þau sem hafa áhuga á að sækja um styrk eða vilja heyra meira um umsóknarferlið, er tilvalið að mæta og spyrja allra þeirra spurninga sem þið hafið.” Rannís rekur landsskrifstofu Nordplus á Íslandi. Hér má sjá tilkynninguna í heild.

Síða

Ráðgjafaþjónusta

Ertu nýflutt/ur til Íslands eða enn að aðlagast? Við getum orðið að liði. Hafðu samband í gegnum netspjallið, hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst. Við tölum íslensku, ensku, pólsku, spænsku, arabísku, úkraínsku og rússnesku.

Síða

Um Fjölmenningarsetur

Markmið Fjölmenningarseturs (MCC) er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur. Á þessari vefsíðu veitir MCC upplýsingar um ýmsa þætti daglegs lífs og stjórnsýslu á Íslandi og veitir stuðning varðandi flutning til og frá Íslandi. MCC veitir einstaklingum, félögum, fyrirtækjum og íslenskum stjórnvöldum stuðning, ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda og flóttamanna á Íslandi.

Síða

Útgefið efni

Hér má finna allskyns útgefið efni frá Fjölmenningarsetri. Notið efnisyfirlitið til að sjá hvað er í boði.

Sía efni