RÚV ORÐ - Ný leið til að læra íslensku
RÚV ORÐ er nýr vefur þar sem fólk getur nýtt sjónvarpsefni til að læra íslensku. Eitt af markmiðum með vefnum er að auðvelda aðgengi innflytjenda að íslensku samfélagi og þannig stuðla að meiri og betri inngildinu.
Á þessum vef er hægt að velja sjónvarpsefni RÚV og tengja það við tíu tungumál, ensku, frönsku, þýsku, lettnesku, litáísku, pólsku, rúmensku, spænsku, taílensku og úkraínsku.
Færnistig er valið í samræmi við íslenskukunnáttu viðkomandi og svo hægt að nálgast efni sem hentar — allt frá einföldum orðum og setningum upp í flóknara málfar.
Vefurinn er gagnvirkur, býður meðal annars upp á að orð séu vistuð, til að læra síðar. Einnig er hægt að leysa próf og ýmis verkefni.
RÚV ORÐ er samstarfsverkefni RÚV, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra við hið óhagnaðardrifna fyrirtæki Språkkraft í Svíþjóð.
Darren Adams hjá RÚV English Radio, ræddi nýlega við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og viðskiptaráðherra, um opnun RÚV ORÐ vefsvæðisins. Hann hefur einnig rætt við Niss Jonas Carlsson frá hinu sænska Språkkraft, þar sem Niss útskýrir hvernig kerfið virkar – og hvers vegna aðstoð fólks við að prófa þjónustuna er svo mikilvæg. Bæði viðtölin má finna hér að neðan:
HELP SHAPE A NEW WAY TO LEARN ICELANDIC
Useful links
Eitt af markmiðum með vefnum er að auðvelda aðgengi innflytjenda að íslensku.