Íslenskunám
Kunnátta í íslensku hjálpar innflytjendum að aðlagast samfélaginu og eykur atvinnumöguleika.
Flestir innflytjendur á Íslandi eiga rétt á stuðningi til að fjármagna íslenskukennslu, til dæmis með námsstyrk frá stéttarfélagi, styrk frá Vinnumálastofnun fyrir atvinnuleitendur eða í gegnum félagsþjónustu fyrir þá sem þiggja fjárhagsaðstoð.
Ef þú ert ekki í vinnu skaltu hafa samband við félagsþjónustuna eða Vinnumálastofnun til að kanna hvernig þú getur fengið aðstoð til að læra íslensku.
Íslenska
Íslenska er opinbert mál á Íslandi, þjóðtunga Íslendinga og sameiginlegt mál landsmanna. Íslendingar leggja metnað í að varðveita tungumál sitt sem er náskylt hinum Norðurlandamálunum.
Norðurlandamálin flokkast í tvo flokka: norðurgermönsku og finnsk-úgrísku. Ásamt íslensku eru danska, norska og sænska einnig norðurgermanska. Af norðurlandamálunum er það aðeins finnska sem flokkast undir finnsk-úgríska flokkunn. Íslenska er það norðurlandatungumál sem mest líkist norrænu sem var töluð af víkingum.
Íslenskunám
Kunnátta í íslensku hjálpar aðfluttum að aðlagast samfélaginu og eykur atvinnumöguleika. Flestir innflytjendur á Íslandi eiga rétt á styrk til að fjármagna íslenskukennslu. Þeir sem eru í vinnu geta fengið kostnað vegna íslenskunáms endurgreiddan í gegnum styrki verkalýðsfélaganna. Upplýsingar um námsstyrki, umsóknarferli og skilyrði má finna á vefsíðum verkalýðsfélaganna eða með því að hafa samband við þau beint. Ef þú veist ekki hvaða stéttarfélagi þú tilheyrir geturðu spurt vinnuveitanda þinn eða athugað launaseðilinn þinn.
Vinnumálastofnun býður upp á ókeypis íslenskunámskeið fyrir þá sem fá fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum, þá sem hafa stöðu flóttamanns og þá sem eru atvinnuleitendur. Ef þetta á við þig geturðu haft samband við félagsráðgjafa eða Vinnumálastofnun til að fá frekari upplýsingar.
Almennt íslenskunám
Almenn námskeið í íslensku eru í boði víða um Ísland. Þau eru kennd á staðnum eða sem fjarkennsla á netinu.
Mímir býður upp á gott úrval íslenskunáms. Þú getur valið um mismunandi erfiðleikastig allt árið.
Múltí Kúltí language centre (Reykjavík)
Námskeið í íslensku á sex stigum í meðalstórum hópum. Staðsett nálægt miðbæ Reykjavíkur, einnig hægt að stunda námið í gegnum netið.
Tungumálaskóli sem býður upp á fjölbreytta kennslu í íslensku. Sérstök áhersla er lögð á talað mál.
Íslenskunámskeið fyrir pólsku- og enskumælandi fólk.
Býður aðallega upp á námskeið fyrir úkraínskumælandi fólk.
MSS – Miðstöð símenntunar á suðurnesjum (Reykjanesbær)
MSS býður upp á íslenskunám á mörgum stigum. Áherslu lögð á íslensku til daglegra nota. Námskeið í boði allt árið um kring, einnig einkatímar.
Tungumálaskóli sem kennir í Keflavík og Reykjavík.
SÍMEY endurmenntun er á Akureyri og býður upp á íslensku sem annað tungumál.
Símenntunarmiðstöð sem býður upp á námskeið í íslensku fyrir útlendinga.
Símenntunarmiðstöð sem býður upp á námskeið í íslensku fyrir útlendinga.
Háskólinn á Akureyri býður á hverri önn upp á námskeið í íslensku fyrir skiptinema sína og þá sem sækjast eftir alþjóðlegri gráðu. Námið gefur 6 ECTS einingar sem nýta má við aðra háskóla.
Háskóli Íslands býður upp á fullt BA nám í íslensku sem öðru tungumáli.
Stofnun Árna Magnússonar rekur sumarskóla fyrir norræna nemendur. Um er að ræða fjögurra vikna námskeið um íslenskri tungu og menningu.
Ef þér finnst áhugavert að fá að læra íslensku á spennandi stað á landsbyggðinni, er það mögulegt á Ísafirði, fallegum og vinalegum bæ á Vestfjörðum. Boðið er upp á ýmis námskeið á ýmsum stigum í Háskólasetri Vestfjarða á hverju sumri.
Alþjóðlegur sumarskóli – Árnastofnun
Árlega stendur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, í samvinnu við Hugvísindadeild Háskóla Íslands, fyrir alþjóðlegum sumarskóla þar sem kennt er íslenskt nútímamál og menning.
Vantar eitthvað mikilvægt á listann hér að ofan? Vinsamlegast sendið ábendingar á mcc@vmst.is
Netnámskeið
Nám í gegnum netið getur verið eini kosturinn fyrir suma, til dæmis þá sem vilja læra tungumálið áður en þeir koma til Íslands. Þá getur einfaldlega verið þægilegra að stunda nám í gegnum netið í sumum tilfellum, jafnvel þótt viðkomandi sé á Íslandi.
Skólinn býður upp á netnámskeið í íslensku með nýstárlegum aðferðum. „Hjá LÓA stunda nemendur nám án þess álags sem stundumfyrlgir námi í hóp og er með notendavænt viðmót sem er þróað hefur verið innanhúss.“
Vantar eitthvað mikilvægt á listann hér að ofan? Vinsamlegast sendið ábendingar á mcc@vmst.is
Einkakennsla
Kennsla með Zoom (forriti). „Einbeittu þér að orðaforða, framburði og hvaða hljóðum er sleppt þegar íslenska er töluð hratt.“
Kennt af „af menntuðum kennara sem hefur íslensku sem móðurmál og er með margra ára reynslu af tungumálakennslu í margvíslegu samhengi“.
Sérsniðið nám og sveigjanleiki varðandi tíma, hraða og markmið.
Vantar eitthvað mikilvægt á listann hér að ofan? Vinsamlegast sendið ábendingar á mcc@vmst.is
Sjálfsnám og efni á netinu
Hægt er að finna námsefni á netinu, öpp, bækur, myndbönd, hljóðefni og fleira. Jafnvel á Youtube má finna gagnlegt efni og góð ráð. Hér eru nokkur dæmi.
Nýr vefur sem notar sjónvarpsefni til að aðstoða fólk við að læra íslensku á nýstárlegan hátt.
Ókeypis íslenskunámskeið á netinu af ýmsum erfiðleikastigum. Á vegum Háskóla Íslands.
Íslenskunámskeið á netinu. Ókeypis fræðsluvettvangur, nám sem samanstendur af tveimur einingum: Íslenskri tungu og íslenskri menningu.
„Persónuleg námskeið sem kenna þér orðin, orðasamböndin og málfræðina sem þú þarft.“
„Pimsleur-aðferðin sameinar rótgrónar rannsóknir, gagnlegan orðaforða og fullkomlega leiðandi ferli til að fá þig til að byrja að tala strax frá fyrsta degi.”
„Ókeypis nám í 50+ tungumálum.“
“Þú ákveður hvað þú vilt læra. Til viðbótar við risastóra námskeiðasafnið okkar, getur þú sett hvaða efni sem er inn í LingQ og breytt því samstundis í gagnvirka kennslustund.”
Námsefni. Fjórar grunnbækur auk kennsluleiðbeininga, hljóðefnis og viðbótarefnis. Tungumálatorg hefur einnig gert sjónvarpsþætti á netinu.
Allskonar myndbönd og góð ráð.
Fagorðalisti fyrir ferðaþjónustu
Orðabók yfir algeng orð og orðasambönd sem notuð eru í ferðaþjónustu sem geta auðveldað samskipti á vinnustað.
Bara tala er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, endalausn sem byggir á kjarnalausnum íslensku máltækniáætlunarinnar. Boðið er upp á starfstengt íslenskunám og grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði.
Sem stendur er Bara Tala aðeins í boði fyrir vinnuveitendur, ekki beint fyrir einstaklinga. Ef þú hefur áhuga á að nota Bara Tala skaltu hafa samband við vinnuveitanda þinn til að athuga hvort þú getir fengið aðgang.
Þessi (verðlaunaði) “tæknivæddi íslenskukennari”, er gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við nýjustu máltækniaðferðir til að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku.
Vantar eitthvað mikilvægt á listann hér að ofan? Vinsamlegast sendið ábendingar á mcc@vmst.is
Endurmenntun
Fullorðinsfræðsla er í boði hjá símenntunarmiðstöðvum, stéttarfélögum, fyrirtækjum, félagasamtökum og fleirum. Símenntunarmiðstöðvar eru starfræktar á ýmsum stöðum á landinu og bjóða þær upp á fjölbreytt tækifæri til símenntunar fyrir fullorðna. Hlutverk þeirra er að efla fjölbreytni og gæði menntunar og hvetja til almennrar þátttöku. Allar miðstöðvarnar bjóða upp á leiðsögn um starfsþróun, þjálfunarnámskeið, íslenskunám og mat á fyrri menntun og starfsfærni.
Margar símenntunarmiðstöðvar á Íslandi bjóða upp á, eða standa fyrir námskeiðum í íslensku. Stundum er þeim sérstaklega breytt til að passa starfsfólki fyrirtækja sem hafa beint samband við símenntunarmiðstöðvarnar.
Kvasir eru samtök símenntunarmiðstöðva. Smelltu á kortið á þessari síðu til að finna út hvar miðstöðvarnar eru og hvernig hægt er að hafa samband við þær.
Gagnlegir hlekkir
- Íslenskunámskeið í boði Vinnumálastofnunar
- Listi yfir íslenskunámskeið og málaskóla (á ensku)
- Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar
Kunnátta í íslensku hjálpar aðfluttum að aðlagast samfélaginu og eykur atvinnumöguleika.