Hoppa í meginmál
MCC

Um Fjölmenningar- setur

Markmið Fjölmenningarseturs (MCC) er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur.

Á þessari vefsíðu veitir MCC upplýsingar um ýmsa þætti daglegs lífs og stjórnsýslu á Íslandi og veitir stuðning varðandi flutning til og frá Íslandi.

MCC veitir einstaklingum, félögum, fyrirtækjum og íslenskum stjórnvöldum stuðning, ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda og flóttamanna á Íslandi.

Hlutverk Fjölmenningarseturs

Hlutverk MCC er að greiða fyrir innbyrðis samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búa á Íslandi.

  • Að veita stjórnvöldum, stofnunum, fyrirtækjum, félögum og einstaklingum ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda.
  • Ráðleggja sveitarfélögum við að taka á móti innflytjendum sem flytja til sveitarfélagsins.
  • Að upplýsa innflytjendur um réttindi sín og skyldur.
  • Fylgjast með þróun innflytjendamála í samfélaginu, þar með talið upplýsingaöflun, greiningu og miðlun upplýsinga.
  • Að leggja fyrir ráðherra, útlendingaráð og önnur stjórnvöld ábendingar og tillögur um aðgerðir sem miða að því að gera öllum einstaklingum kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, óháð þjóðerni eða uppruna.
  • Gera árlega skýrslu til ráðherra um málefni innflytjenda.
  • Fylgjast með framvindu verkefna sem fram koma í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í innflytjendamálum.
  • Vinna að öðrum verkefnum í samræmi við markmið laganna og þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í innflytjendamálum og einnig í samræmi við nánari ákvörðun ráðherra.

Hlutverk Fjölmenningarseturs eins og því er lýst í lögunum

Athugið: Þann 1. apríl, 2023, sameinaðist Fjölmenningarsetur Vinnumálastofnun. Lög um málefni innflytjenda hafa verið uppfærð og endurspegla nú þessar breytingar

Starfsfólk

Ráðgjöf

Alvaro

Daryna

Janina

Sali

Til að hafa samband:  mcc@mcc.is  /  (+354) 450-3090  /  www.mcc.is

 

Flóttamannaþjónusta og faglegir ráðgjafar fyrir fólk sem starfar á sviði flóttamannaþjónustu

Inga Sveinsdóttir / inga.sveinsdottir@mcc.is

Verkefnastjórn í málefnum flóttafólks

Jóhanna Vilborg Ingvarsdóttir / johanna.v.ingvardottir@mcc.is

Sérfræðingur – málefni flóttafólks

Sigrún Erla Egilsdóttir / sigrun.erla.egilsdottir@mcc.is

Sérfræðingur – málefni flóttafólks

Til að hafa samband:  refugee@mcc.is  /  (+354) 450-3090

 

Móttökuþjónusta fyrir Úkraínumenn í Domus Medica móttökumiðstöðinni

Iryna

Svitlana

Tatiana

Valerie

Til að hafa samband:  ukraine@mcc.is  /  (+354) 450-3090

 

Vefstjórn og útgáfa

Björgvin Hilmarsson

Til að hafa samband:  it@mcc.is  /  (+354) 450-3090

 

Forstöðumaður

Nichole Leigh Mosty

Til að hafa samband:  nichole.l.mosty@mcc.is  /  (+354) 450-3090

Símanúmer og opnunartími skrifstofu

Hægt er að óska frekari upplýsinga og aðstoðar með því að hringja í (+354) 450-3090.

Skrifstofa Fjölmenningarseturs er opin á virkum dögum milli kl. 9 og 16.

Heimilisfang

Fjölmenningarsetur

Árnagata 2-4

400 Ísafjörður

Kennitala: 521212-0630

 

Staðsetning Fjölmenningaseturs á korti

Stefna og leiðbeiningar