Hoppa í meginmál
MCC

Um okkur

Markmið Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar (MCC) er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur.

Á þessu vefsvæði eru veittar upplýsingar um ýmsa þætti daglegs lífs, stjórnsýslu á Íslandi, um flutning til og frá Íslandi og margt fleira.

Hlutverk Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar

MCC veitir einstaklingum, félögum, fyrirtækjum og íslenskum stjórnvöldum stuðning, ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda og flóttamanna á Íslandi.

Hlutverk MCC er að greiða fyrir innbyrðis samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búa á Íslandi.

  • Að veita stjórnvöldum, stofnunum, fyrirtækjum, félögum og einstaklingum ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda.
  • Ráðleggja sveitarfélögum við að taka á móti innflytjendum sem flytja til sveitarfélagsins.
  • Að upplýsa innflytjendur um réttindi sín og skyldur.
  • Fylgjast með þróun innflytjendamála í samfélaginu, þar með talið upplýsingaöflun, greiningu og miðlun upplýsinga.
  • Að leggja fyrir ráðherra, útlendingaráð og önnur stjórnvöld ábendingar og tillögur um aðgerðir sem miða að því að gera öllum einstaklingum kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, óháð þjóðerni eða uppruna.
  • Gera árlega skýrslu til ráðherra um málefni innflytjenda.
  • Fylgjast með framvindu verkefna sem fram koma í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í innflytjendamálum.
  • Vinna að öðrum verkefnum í samræmi við markmið laganna og þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í innflytjendamálum og einnig í samræmi við nánari ákvörðun ráðherra.

Hlutverk Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar [áður Fjölmenningarsetur] eins og því er lýst í lögunum

Athugið: Þann 1. apríl, 2023, sameinaðist Fjölmenningarsetur Vinnumálastofnun. Fjölmenningarsetur varð að nýrri deild innan stofnunarinnar sem kallast Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar. Lög um málefni innflytjenda hafa verið uppfærð og endurspegla nú þessar breytingar.

Raðgjafaþjónusta

Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar rekur ráðgjafaþjónustu með það hlutverk að aðstoða þig. Þjónustan er gjaldfrjáls og fyllsta trúnaðar er gætt. Ráðgjafar okkar tala íslensku, ensku, pólsku, úkraínsku, spænsku, arabísku, Ítölsku, eistnesku, frönsku, þýsku, rússnesku og íslensku.

Starfsfólk

Flóttamannaþjónusta og faglegir ráðgjafar fyrir fólk sem starfar á sviði flóttamannaþjónustu

Belinda Karlsdóttir / belinda.karlsdottir@vmst.is

Sérfræðingur – málefni flóttafólks

Erna María Dungal / erna.m.dungal@vmst.is

Sérfræðingur – málefni flóttafólks

Jóhanna Vilborg Ingvarsdóttir / johanna.v.ingvardottir@vmst.is / familyreunification@vmst.is

Sérfræðingur – málefni flóttafólks

Sigrún Erla Egilsdóttir / sigrun.erla.egilsdottir@vmst.is

Sérfræðingur – málefni flóttafólks

Til að hafa samband:  refugee@vmst.is  /  (+354) 450-3090

 

Ráðgjafar

Alvaro (Spænska og enska og þýska)

Edoardo (Rússneska, ítalska, spænska, enska, franska og íslenska)

Irina (Rússneska, úkraínska, enska, eistneska og íslenska)

Janina (Pólska, íslenska og enska)

Sali (Arabíska og enska)

Til að hafa samband:  mcc@vmst.is  /  (+354) 450-3090  /  Netspjall

 

Verkefnastjóri, málefni fjölskyldusameininga

Jóhanna Vilborg Ingvarsdóttir

Til að hafa samband: johanna.v.ingvardottir@vmst.is / familyreunification@vmst.is / (+354) 531-7425

 

Verkefnastjóri, málefni innflytjenda

Auður Loftsdóttir

Til að hafa samband: audur.loftsdottir@vmst.is / (+354) 531-7051

 

Deildarstjóri

Inga Sveinsdóttir

Til að hafa samband:  inga.sveinsdottir@vmst.is /  (+354) 531-7418

Símanúmer og opnunartími skrifstofu

Hægt er að óska frekari upplýsinga og aðstoðar með því að hringja í (+354) 450-3090.

Skrifstofa Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar er opin á virkum dögum milli kl. 9 og 15, mánudaga til fimmtudaga en milli kl. 9 og 12 á föstudögum.

Heimilisfang

Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar

Grensásvegur 9

108 Reykjavík

ID number: 700594-2039

Staðsetning á korti

Stefna og leiðbeiningar