Hoppa í meginmál
Ráðgjafaþjónusta MCC

Ráðgjafaþjónusta Fjölmenningarseturs

Ertu nýflutt/ur til Íslands eða enn að aðlagast?

Við getum orðið að liði.

Hafðu samband í gegnum netspjallið, hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst.

Við tölum íslensku, ensku, pólsku, spænsku, arabísku, úkraínsku og rússnesku.

Um ráðgjafaþjónustuna

Fjölmenningarsetur rekur ráðgjafaþjónustu með það hlutverk að aðstoða þig. Þjónustan er gjaldfrjáls og fyllsta trúnaðar er gætt. Ráðgjafar okkar tala íslensku, ensku, pólsku, spænsku, arabísku, úkraínsku og rússnesku.

Hjá okkur fá innflytjendur stuðning til að auðvelda þeim fyrstu sporin á Íslandi. Við erum í samstarfi við helstu stofnanir og samtök á Íslandi. Með þeirra hjálp getum við þjónað þér í samræmi við þínar þarfir.

Hafðu samband

Þú getur spjallað við okkur með því að nota talblöðruna (spjallið er opið milli 10 og 15, alla virka daga).

Þú getur sent okkur tölvupóst: mcc@mcc.is

Þú getur hringt í okkur:  (+354) 450-3090

Þú getur skoðað vefsíðuna okkkar: www.mcc.is

Þú getur jafnvel bókað tíma ef þú vilt koma til okkar í eigin persónu eða tala við okkur í gegnum myndsímtal á netinu. Sendu okkur tölvupóst í á mcc@mcc.is til að bóka tíma.

 

Tungumál sem við tölum

Ráðgjafar okkar geta aðstoðað þig á eftirfarandi tungumálum: Ensku, pólsku, íslensku, úkraínsku, rússnesku, spænsku og arabísku.

Okkar hlutverk er að hjálpa þér!

Hringdu, notaðu netspjallið eða sendu okkur tölvupóst.