Hoppa í meginmál
Persónuleg málefni

Ofbeldi, misnotkun og vanræksla

Mundu að ofbeldi gegn þér er aldrei þér að kenna. Hringdu í 112 til að tilkynna ofbeldi, vanrækslu eða misnotkun, þar geturðu fengið hjálp.

Ofbeldi innan fjölskyldunnar er ólöglegt. Óheimilt er að beita maka sinn eða börn líkamlegu eða andlegu ofbeldi.

Ofbeldi er ekki þér að kenna

Ef þú verður fyrir ofbeldi, mundu að ofbeldi er aldrei þér að kenna og að þú getur fengið hjálp.

Tilkynntu hvers kyns ofbeldi gegn sjálfum þér eða barni með því að hringja í 112 eða opna netspjall á vefsíðu Neyðarlínunnar 112.

Sjá nánar um ofbeldi á vef Ríkislögreglunnar.

Kvennaathvarfið - Öruggt athvarf fyrir konur

Konur og börn þeirra sem verða fyrir heimilisofbeldi eiga öruggan samastað í Kvennaathvarfinu. Það er einnig ætlað konum sem eru fórnarlömb nauðgunar og/eða mansals.

Í Kvennaathvarfinu býðst konum aðstoð ráðgjafa. Þær fá gistingu ásamt ráðgjöf, stuðningi og gagnlegum upplýsingum.

Sjá nánari upplýsingar um Kvennaathvarfið hér á mörgum tungumálum.

Ofbeldi í nánum samböndum

Á vef 112.is eru skýrar upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við í tilfellum um ofbeldi í nánum samböndum, kynferðisofbeldi, vanrækslu og fleira.

Veistu hvernig ofbeldi lýsir sér? Lestu sögur um fólk í ýmsum erfiðum aðstæðum til að geta betur greint á milli slæmra samskipta og ofbeldis.

„Þekktu rauðu ljósin“ er vitundarvakning á vegum Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar sem fjallar um misnotkun og ofbeldi í nánum samböndum. Herferðin sýnir stutt myndbönd þar sem fólk talar um sögu sína af ofbeldisfullum samböndum og velta fyrir sér fyrstu viðvörunarmerkjunum.

Know the Red Flags

Hér má finna fleiri myndbönd úr “Þekktu rauðu ljósin” herferðinni.

Ofbeldi gagnvart börnum

Samkvæmt íslenskum barnaverndarlögum ber öllum að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefnda ef grunur leikur á um ofbeldi gegn barni, ef það verður fyrir áreiti eða býr við óviðunandi aðstæður.

Fljótlegast og auðveldast er að hafa samband við 112. Ef um er að ræða ofbeldi gegn barni er einnig hægt að hafa beint samband við barnaverndarnefnd á viðkomandi svæði. Hér er listi yfir allar nefndir á Íslandi.

Mansal

Mansal er vandamál víða um heim. Ísland er engin undantekning.

En hvað er mansal?

Fíkniefna- og sakamálaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNODC) lýsir mansali á þennan hátt:

“Mansal er ráðning, flutningur, tilfærsla, hýsing eða móttaka fólks með valdi, svikum eða blekkingum, með það að markmiði að nýta það í hagnaðarskyni. Karlar, konur og börn á öllum aldri og af öllum bakgrunni, geta orðið fórnarlömb þessa glæps, sem á sér stað á öllum svæðum heimsins. Smyglararnir nota oft ofbeldi eða sviksamlegar vinnumiðlanir og fölsuð loforð um menntun og atvinnutækifæri til að plata og kúga fórnarlömb sín.”

Á vefsvæði UNODC er að finna ítarlegar upplýsingar um mansal.

The Government of Iceland has published a brochure, in three languages, with information about human trafficking and directions about how to spot when people might be victims of human trafficking.

Stjórnarráð Íslands hefur gefið út bækling, á þremur tungumálum, með upplýsingum um mansal og leiðbeiningar um hvernig koma megi auga á hvenær fólk gæti verið fórnarlömb mansals.

Vísbendingar um mansal:  Íslenska  –  Enska  –  Pólska

Ofbeldi á netinu

Misnotkun gegn fólki á netinu, sérstaklega gegn börnum, er sívaxandi vandamál og því er mikilvægt að tilkynna ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu. Barnaheill rekur ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna efni á netinu sem er skaðlegt börnum eða óviðeigandi.

Gagnlegir hlekkir

Ofbeldi gagnvart þér er ekki þér að kenna!