Hoppa í meginmál
Fjármál

Rafræn skilríki

Rafræn skilríki eru stafræn persónuskilríki til auðkenningar. Þau má nota til fá aðgang að ýmsum netþjónustum og kerfum á skjótan og skilvirkan hátt.

Rafræn skilríki eru notuð til að nálgast flestar netþjónustur á Íslandi. Þau er einnig hægt að nota til að undirrita skjöl.

 

Auðkenning

Þú getur notað rafræn skilríki til að auðkenna sjálfa(n) þig og til að undirrita rafræn skjöl. Flestar opinberar stofnanir og sveitarfélög á Íslandi bjóða upp á innskráningu á rafræn þjónustusvæði með rafrænum skilríkjum, ásamt bönkum, sparisjóðum, tryggingafyrirtækjum og fleirum.

Rafræn skilríki

Rafræn skilríki í farsíma

Hægt er að fá rafræn skilríki í gegnum SIM-kort í farsíma eða sem sérst0k skilríki á korti. Til að nota rafræn skilríki í síma þarf að athuga hvort SIM-kortið styðji rafræn skilríki. Ef ekki, getur farsímafyrirtækið skipt SIM-kortinu út fyrir nýtt SIM-kort sem styður rafræn auðkenni.Hægt er að sækja um rafræn skilríki í banka, sparisjóð eða hjá Auðkenni. Sýna þarf gilt ökuskírteini, vegabréf eða önnur persónuskilríki með ljósmynd.

Hægt er að nota rafræn skilríki í flestum tegundum farsíma, líka þeim sem eru ekki snjallsímar.

Frekari upplýsingar

Rafræn skilríki eru byggð á svokallaðri Íslandsrót, sem eru í eigu og stjórn íslenska ríkisins. Lykilorð eru ekki geymd miðsvæðis né hjá þjónustuaðilum. Þeir sem gefa út rafræn skilríki til einstaklinga á Íslandi eru undir opinberu eftirliti Neytendastofu.

Lestu meira um rafræn skilríki á island.is.

Gagnlegir hlekkir

Rafræn skilríki eru stafræn persónuskilríki til auðkenningar.