Hoppa í meginmál
Húsnæði

Húsnæðisbætur

Íbúar í leiguhúsnæði geta átt rétt á húsnæðisbótum, hvort sem þeir eru að leigja félagslegt húsnæði eða á almennum markaði.

Þeir sem eiga lögheimili á Íslandi geta sótt um húsnæðisbætur. Réttur til húsnæðisbóta er tekjutengdur.

Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur

Félagsþjónusta sveitarfélaganna veitir sérstakan húsnæðisstuðning fyrir íbúa sem ekki geta tryggt sér heimili vegna lágra tekna, mikils framfærslukostnaðar eða annarra félagslegra aðstæðna. Ef þig vantar aðstoð, vinsamlegast hafðu samband við félagsþjónustuna í þínu sveitarfélagi til að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig eigi að sækja um.

Húsnæðisbætur eru greiddar mánaðarlega til aðstoðar þeim sem leigja íbúðarhúsnæði. Þetta á við um félagslegt húsnæði, námsmannabústaði og almennan markað.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast framkvæmd laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og tekur ákvarðanir um hverjir eigi rétt á húsnæðisbótum.

Kröfur sem þarf að uppfylla:

  • Umsækjendur og heimilismenn skulu vera búsettir í íbúðarhúsnæðinu og eiga þar lögheimili.
  • Umsækjendur um húsaleigubætur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Aðrir heimilismenn þurfa ekki að vera 18 ára eða eldri.
  • Í íbúðarhúsnæði þarf að vera að minnsta kosti eitt svefnherbergi, séreldunaraðstaða, sérsalerni og baðherbergisaðstaða.
  • Umsækjendur þurfa að vera aðilar að þinglýstum leigusamningi sem gildir í minnst þrjá mánuði.
  • Umsækjendur og aðrir heimilismenn sem eru 18 ára og eldri verða að leyfa að upplýsinga sé aflað um þá.

Ef þú átt rétt á að sækja um geturðu fyllt út umsókn þína annað hvort á netinu eða á eyðublaði. Eindregið er mælt með því að sækja um á netinu í gegnum „Mínar síður“ á www.hms.is. Nánari upplýsingar um allt umsóknarferlið er að finna hér.

Ef þú vilt vita upphæðina sem þú átt rétt á geturðu notað opinbera reiknivél húsnæðisbóta.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er í boði fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum. Hafið samband við félagsþjónustu í þínu sveitarfélagi fyrir frekari upplýsingar.

Lögfræðiaðstoð

Í ágreiningi leigjenda og leigusala er unnt að kæra til kærunefndar húsamála. Hér er að finna nánari upplýsingar um nefndina og hvað hægt er að kæra til hennar.

Nokkrir aðilar bjóða upp á gjaldfrjálsa lögfræðiaðstoð.

Hægt er að lesa um ókeypis lögfræðiaðstoð hér.

Hver á rétt á húsnæðisbótum?

Íbúar í leiguhúsnæði geta átt rétt á húsnæðisbótum, hvort sem þeir eru að leigja félagslegt húsnæði eða á almennum markaði. Tekjur ráða því hvort réttur myndast til húsnæðisbóta.

Þeir sem eiga lögheimili á Íslandi geta sótt um húsnæðisbætur á netinu á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Nota þarf íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn.

Reiknivél fyrir húsaleigubætur

Áður en sótt er um húsnæðisbætur

Upphæð leigu, tekjur og fjölskyldustærð umsækjanda ræður því hvort húsaleigubætur eru greiddar og ef svo er, hversu háar.

Áður en hægt er að sækja um húsaleigubætur þarf að þinglýsa leigusamning hjá sýslumanni. Leigusamningur þarf að gilda í að minnsta kosti sex mánuði.

Húsnæðisbætur eru ekki greiddar til þeirra sem búa í farfuglaheimilum, atvinnuhúsnæði eða í einstökum herbergjum í sambýli. Undanþegin þessum skilyrðum eru:

  • Nemendur sem leigja stúdentahúsnæði eða á heimavist.
  • Fatlað fólk sem leigir húsnæði í sameiginlegri búsetu.

Til að eiga rétt á húsaleigubótum þarf umsækjandi að eiga lögheimili á heimilisfanginu sem sótt er um. Nemendur sem stunda nám í öðru sveitarfélagi eru undanþegnir þessu skilyrði.

Umsækjendur geta sótt um sérstakan húsnæðisstuðning hjá því sveitarfélagi sem þeir eiga lögheimili í.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárhagsaðstoð við fjölskyldur og einstaklinga á leigumarkaði sem þurfa sérstakan stuðning við greiðslu húsaleigu auk hefðbundinna húsnæðisbóta.

Reykjavík

Reykjanesbær

Kópavogur

Hafnarfjörður

Gagnlegir hlekkir

Þeir sem eiga lögheimili á Íslandi geta sótt um húsnæðisbætur.