Hoppa í meginmál
Persónuleg málefni

Að flytja frá Íslandi

Þegar flutt er frá Íslandi eru nokkur atriði sem þarf að huga að áður en landið er yfirgefið.

Það er auðveldara að ganga frá sínum málum áður en haldið er af stað í stað þess að reiða sig á tölvupóst og símtöl á milli landa.

Að hverju skal huga áður en flutt er

Þegar flutt er frá Íslandi eru nokkur atriði sem þarf að huga að áður en landið er yfirgefið. Hér er gátlisti sem hafa má til hliðsjónar.

  • Tilkynntu Þjóðskrá Íslands að þú sért að flytja erlendis. Flutningur lögheimilis frá Íslandi þarf að vera skráður innan 7 daga frá flutningi.
  • Athugaðu hvort þú getir flutt trygginga- og/eða lífeyrisréttindi þín til nýja búsetulandsins. Það sama getur gilt um önnur persónuleg réttindi og skyldur.
  • Athugaðu hvort vegabréfið þitt sé gilt. Ef ekki skaltu sækja um nýtt vegabréf tímanlega.
  • Athugaðu reglurnar sem gilda um dvalar- og atvinnuleyfi í landinu sem þú ert að flytja til.
  • Gakktu úr skugga um að allar skattaskuldir séu að fullu greiddar.
  • Það borgar sig ekki endilega að loka bankareikningum á Íslandi, þú gætir þurft á slíku að halda í einhvern tíma.
  • Gakktu úr skugga um að pósturinn þinn verði sendur til þín eftir að þú ferð. Besta leiðin er að hafa fulltrúa á Íslandi sem hægt er að afhenda póst. Kynntu þér þjónustuna sem  Pósturinn býður upp á.
  • Segðu upp samningum við félög og fyrirtæki sem þú munt ekki nota í nýju landi.

Það er auðveldara að ganga frá sínum málum áður en haldið er af stað í stað þess að reiða sig á tölvupóst og símtöl á milli landa. Þú gætir þurft að heimsækja stofnun eða fyrirtæki og hitta fólk í eigin persónu, skrifa undir pappíra o.s.frv.

Tilkynntu flutning til Þjóðskrár

Þegar flutt er erlendis þarf að tilkynna Þjóðskrá Íslands að þú eigir ekki lengur lögheimili á Íslandi áður en haldið er af stað.

Flutningur til Norðurlanda

Þegar flutt er til eins af Norðurlöndunum þarf að skrá sig hjá viðeigandi yfirvöldum í því sveitarfélagi sem flutt er til.

Hægt er að flytja fjölda réttinda milli Norðurlandanna. Til þess þarf að sýna persónuskilríki eða vegabréf og gefa upp íslenska kennitölu.

Á vefsíðu Info Norden má finna upplýsingar og tengla sem tengjast flutningi frá Íslandi til einna af hinum Norðurlöndunum.

Breytt réttindi og skyldur

Persónuleg réttindi og skyldur geta breyst eftir flutning frá Íslandi. Nýtt dvalarland gæti krafist mismunandi persónuskilríkja. Sækja þarf að leyfi og skírteini ef þörf krefur, til dæmis sem tengist eftirfarandi:

  • Atvinna
  • Húsnæði
  • Heilbrigðisþjónusta
  • Almannatryggingar
  • Menntun (þar með talið menntun barna)
  • Skattar og önnur opinber gjöld
  • Ökuskírteini

Til eru ýmsir samningar á milli Íslands og annarra ríkja um gagnkvæm réttindi og skyldur ríkisborgara sem flytjast á milli landa. Frekari upplýsingar á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Gagnlegir hlekkir

Þegar flutt er frá Íslandi eru nokkur atriði sem þarf að huga að áður en landið er yfirgefið.