Ég er ekki frá EES / EFTA svæðinu - Almennar upplýsingar
Vegna alþjóðlegra samninga þurfa þeir sem ekki eru ríkisborgarar EES/EFTA ríkja að sækja um dvalarleyfi ef þeir ætla að dvelja lengur en þrjá mánuði á Íslandi.
Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfi.
Dvalarleyfi
Vegna alþjóðlegra samninga þurfa þeir sem ekki eru ríkisborgarar EES/EFTA ríkja að sækja um dvalarleyfi ef þeir ætla að dvelja lengur en þrjá mánuði á Íslandi.
Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfi. Lestu þér til um dvalarleyfi hér.
Þegar sótt er um dvalarleyfi þarf umsækjandi leyfi til að dvelja á Íslandi á meðan umsókn er í vinnslu, en þetta getur haft áhrif á afgreiðslu umsóknar. Lestu meira um þetta hér með því að velja dvalarleyfið sem við á.
Á þessum hlekk má finna upplýsingar um afgreiðslutíma umsókna um dvalarleyfi.
Meirihluti fyrstu umsókna er afgreiddur innan sex mánaða og flestar umsóknir um endurnýjun eru afgreiddar innan þriggja mánaða. Í sumum tilfellum getur tekið lengri tíma að meta hvort umsækjandi uppfyllir skilyrði um veitingu dvalarleyfis.
Endurnýjun á dvalarleyfis
Ef þú ert þegar með dvalarleyfi en þarft að endurnýja það, þá er það gert rafrænt. Þú þarft að hafa rafræn skilríki til að fylla út umsókn á netinu.
Nánari upplýsingar um endurnýjun dvalarleyfis og hvernig á að sækja um.
Athugið: Þetta umsóknarferli er aðeins til að endurnýja dvalarleyfi sem sem þú ert með fyrir. Þetta endurnýjunarferli er ekki fyrir þá sem hafa fengið vernd á Íslandi eftir að hafa flúið frá Úkraínu. Ef um það er að ræða er best að fara hingað til að fá frekari upplýsingar.
Bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi
Sá sem er með umsókn um alþjóðlega vernd í gangi en vill vinna á meðan hún er til meðferðar, getur sótt um svokallað bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi. Þetta leyfi þarf að fást áður en byrjað er að vinna.
Það að leyfið sé til bráðabirgða, þýðir að það gildir aðeins þar til umsókn um vend hefur verið tekin fyrir. Leyfið er ekki að veita þeim sem það fær, varanlegt dvalarleyfi og er háð ákveðnum skilyrðum.
Ótímabundið dvalarleyfi
Ótímabundið dvalarleyfi veitir rétt til varanlegrar dvalar á Íslandi. Að jafnaði þarf umsækjandi að hafa verið búsettur hér á landi í fjögur ár til að geta sótt um ótímabundið dvalarleyfi. Í sérstökum tilvikum tekur það styttri tíma en fjögur ár að öðlast rétt til ótímabundins dvalarleyfis.
Frekari upplýsingar um skilyrði, fylgiskjöl og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Útlendingastofnunar.
Athugaðu hvort þú þarft vegabréfsáritun til að koma til Íslands.
Breskir ríkisborgarar í Evrópu eftir útgöngu Bretlands úr ESB (á ensku).
Gagnlegir hlekkir
- Sjúkratryggingar
- Um dvalarleyfi - island.is
- Dvalarleyfi - Einfaldar leiðbeiningar
- Staða mála og afgreiðslutími
- Ótímabundið dvalarleyfi - island.is
- Þarftu áritun?
- Breskir ríkisborgarar í Evrópu eftir útgöngu Bretlands úr ESB (á ensku)
- Schengen-samstarfið
Þeir sem ekki eru ríkisborgarar EES/EFTA ríkja þurfa að sækja um dvalarleyfi ef þeir ætla að dvelja lengur en þrjá mánuði á Íslandi