Sjúkra- tryggingar
Allir sem hafa haft lögheimili á Íslandi í sex mánuði samfellt eru sjúkratryggðir. Sjúkratryggingar Íslands tryggja aðeins þá sem hafa lögheimil á landinu og því er mælt með því að fólk skrái lögheimili sem fyrst.
Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvort ríkisborgarar EES- og EFTA-ríkja uppfylli skilyrði til að flytja sjúkratryggingaréttindi sín til Íslands.
Þjónusta
Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslum fyrir þjónustu á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum, auk heilbrigðisþjónustu sjálfstætt starfandi lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, talmeinafræðinga og sálfræðinga. Finndu frekari upplýsingar hér.
EES borgarar sem voru sjúkratryggðir í öðru EES landi áður en þeir fluttu til Íslands geta sótt um sjúkratryggingu frá og með þeim degi sem þeir skrá lögheimili sitt á Íslandi. Lestu þér til um ferli, kröfur og umsóknareyðublað hér.
Einkatryggingar fyrir ríkisborgara utan EES/EFTA
Ef þú ert ríkisborgari frá landi utan EES / EFTA, Sviss, Grænlands og Færeyja er þér ráðlagt að kaupa einkatryggingu fyrir þann tíma sem þú bíður eftir að verða sjúkratryggður í almannatryggingakerfinu.
Hjá þeim sem eru utan ESB og ætla sér að vinna tímabundið á landinu er heilbrigðistrygging eitt aðalskilyrðið fyrir útgáfu dvalarleyfis. Þar sem fólk utan EES eru ekki almannatryggt, verður það að sækja um tryggingu frá einkareknum tryggingafélögum.
Hér að neðan má sjá lista yfir tryggingafélög á Íslandi, en einnig eru nokkur erlend fyrirtæki samþykkt á Íslandi:
Gagnlegir hlekkir
- Umsókn um sjúkratryggingu
- Heilbrigðiskerfið - island.is
- Finndu næstu heilsugæslu
- Neyðarlínan - 112
- Sjúkratryggingar Íslands
- Heilsuvera - Heilbrigðistengdar upplýsingar og aðstoð
Allir sem hafa haft lögheimili síðustu sex mánuði á Íslandi eru sjúkratryggðir.