Lífeyrissjóðir og stéttar- félög
Allir launþegar þurfa að greiða í lífeyrissjóð sem tryggir þeim ellilífeyri ásamt því að tryggja þá og fjölskyldu þeirra fyrir tekjumissi ef þeir eru óvinnufærir eða falla frá.
Verkalýðshreyfingin kemur fram fyrir hönd launafólks, berst fyrir bættum kjörum þeirra og tryggir réttindi þess. Hlutverk stéttarfélaga er að semja um laun og starfskjör fyrir hönd félagsmanna sinna í kjarasamningum. Öllum er skylt að inna af hendi félagsgreiðslur til stéttarfélags þó ekki sé skylda að vera í stéttarfélagi.
Lífeyrissjóðir
Allir launþegar þurfa að greiða í lífeyrissjóði. Tilgangur lífeyrissjóða er að greiða félagsmönnum sínum ellilífeyri og tryggja þeim og fjölskyldum þeirra tekjumissi ef þeir eru óvinnufærir eða falla frá.
Fullur réttur til ellilífeyris krefst alls að minnsta kosti 40 ára búsetu á landinu á aldrinum 16 til 67 ára. Ef búseta þín á Íslandi er styttri en 40 ár reiknast réttur þinn hlutfallslega miðað við búsetutímann. Finna má nánari upplýsingar um þetta hér.
Myndbandið hér að neðan útskýrir hvernig lífeyrissjóðakerfið á Íslandi virkar.
Hvernig virkar lífeyrissjóðakerfið á Íslandi? Þetta er útskýrt í þessu myndbandi sem Samband íslenskra lífeyrissjóða hefur gert.
Stéttarfélög og stuðningur á vinnustöðum
Hlutverk stéttarfélaga er fyrst og fremst að semja um laun og önnur starfskjör fyrir hönd félagsmanna sinna í kjarasamningum. Stéttarfélög gæta einnig hagsmuna þeirra á vinnumarkaði.
Í stéttarfélögum taka launamenn sem byggja á sameiginlegri atvinnugrein og/eða menntun höndum saman við að gæta hagsmuna sinna.
Verkalýðshreyfingin kemur fram fyrir hönd launafólks og tryggir réttindi þess. Ekki er skylda að vera í stéttarfélagi en launþegar greiða engu að síður félagsgreiðslur til stéttarfélags. Í sumum tilfellum þarf að sækja um inngöngu skriflega til að vera skráður í stéttarfélagi og njóta þeirra réttinda sem félagsaðild fylgir.
Efling og VR eru stærstu stéttarfélögin, einnig eru til fjölmörg önnur stéttarfélög um land allt. Einnig eru til verkamannafélög eins og ASÍ, BSRB, BHM, KÍ til að nefna nokkur dæmi, sem öll vinna að því að vernda réttindi félagsmanna sinna.
Fræðslu- og tómstundastuðningur Eflingar og VR
Efling
VR
Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
Hlutverk ASÍ er að efla hagsmuni sambanda sinna, verkalýðsfélaga og launafólks með því að veita forystu með samræmingu stefnu á sviði atvinnu-, félags-, mennta-, umhverfis- og vinnumarkaðsmála.
Félagsmenn í ASÍ eru 127 þúsund í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum um land allt. ASÍ samanstendur af verkalýðsfélögum almennra starfsmanna, skrifstofu- og verslunarmanna, sjómanna, byggingar- og iðnverkamanna, rafiðnaðarmanna og ýmissa annarra starfsstétta á almennum vinnumarkaði og hluta hins opinbera.
Gagnlegir hlekkir
Hlutverk stéttarfélaga er að semja um laun og starfskjör fyrir hönd félagsmanna sinna í kjarasamningum.