Hoppa í meginmál
Atvinna

Atvinnuleit

Til eru margar vefsíður þar sem störf eru auglýst sem geta hjálpað þér í atvinnuleitinni. Þær geta verið góður upphafspunktur fyrir erlent fólk í atvinnuleit þótt sumar séu að mestu á íslensku. Einnig er hægt að hafa samband við ráðningarstofur sem eru oft að leita að fólki fyrir stærri fyrirtæki og ráða í stöður sem ekki eru auglýstar opinberlega.

Ef þú ert að leita þér að vinnu má fá aðstoð og hagnýta ráðgjöf hjá ráðgjöfum Vinnumálastofnunar, þér að kostnaðarlausu.

 

 

 

 

Atvinnuumsókn

Oft nota vinnuveitendur stöðluð umsóknareyðublöð fyrir verksmiðjustörf og vinnu sem krefst ekki sérstakrar menntunar. Slík eyðublöð má finna á vefsíðum ráðningarþjónustunnar.

Ef þú ert að leita þér að vinnu getur þú fengið gjaldfrjálsa aðstoð og ráð hjá ráðgjöfum Vinnumálastofnunar.

EURES vefgáttin veitir upplýsingar um störf og lífsskilyrði á evrópska efnahagssvæðinu. Síðan er aðgengileg á 26 tungumálum, þar með talið íslensku.

 

Atvinnuleit

Starfsréttindi

Erlendir ríkisborgarar sem hyggjast starfa í þeim geira sem þeir hafa menntað sig í þurfa að athuga hvort erlend starfsréttindi þeirra séu gild hér á landi. Kynntu þér helstu þætti sem gilda um mat á starfsréttindum á vefsíðu Stjórnarráðsins og Erasmus+.

Atvinnuleysi

Launþegar og sjálfstætt starfandi einstaklingar á aldrinum 18-70 ára eiga rétt á atvinnuleysisbótum ef þeir hafa áunnið sér tryggingarétt og uppfylla skilyrði laga um atvinnuleysistryggingar og laga um vinnumarkaðsaðgerðir. Sótt er um atvinnuleysisbætur á netinu. Þú þarft að uppfylla ákveðin skilyrði til að viðhalda rétti til atvinnuleysisbóta.

Gagnlegir hlekkir