Hoppa í meginmál
Atvinna

Atvinnuleit

Til eru margar vefsíður þar sem störf eru auglýst sem geta hjálpað þér í atvinnuleitinni. Þær geta verið góður upphafspunktur fyrir erlent fólk í atvinnuleit þótt sumar séu að mestu á íslensku.

Einnig er hægt að hafa samband við ráðningarstofur sem eru oft að leita að fólki fyrir stærri fyrirtæki og ráða í stöður sem ekki eru auglýstar opinberlega.

 

 

Atvinnuumsókn

Íslensk fyrirtæki auglýsa gjarnan laus störf á heimasíðum sínum en auglýst störf má einnig finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar og ýmsum vefsíðum fyrir atvinnuleit sem má finna hér fyrir neðan.

EURES vefgáttin veitir upplýsingar um störf og lífsskilyrði á evrópska efnahagssvæðinu. Síðan er aðgengileg á 26 tungumálum, þar með talið íslensku.

Atvinnuleit

Starfsréttindi

Erlendir ríkisborgarar sem hyggjast starfa í þeim geira sem þeir hafa menntað sig í þurfa að athuga hvort erlend starfsréttindi þeirra séu gild hér á landi. Kynntu þér helstu þætti sem gilda um mat á starfsréttindum á vefsíðu Stjórnarráðsins og Erasmus+.

Atvinnuleysi

Launþegar og sjálfstætt starfandi einstaklingar á aldrinum 18-70 ára eiga rétt á atvinnuleysisbótum ef þeir hafa áunnið sér tryggingarétt og uppfylla skilyrði laga um atvinnuleysistryggingar og laga um vinnumarkaðsaðgerðir. Sótt er um atvinnuleysisbætur á netinu. Þú þarft að uppfylla ákveðin skilyrði til að viðhalda rétti til atvinnuleysisbóta.

Gagnlegir hlekkir