Fjárhagsaðstoð
Sveitarfélögum er skylt að veita íbúum sínum nauðsynlega fjárhagsaðstoð til að tryggja að þeir geti framfleytt sér og sínum. Félagsmálayfirvöld og stjórnir sveitarfélaga sjá um félagsþjónustu og ráðgjöf í félagsmálum.
Erlendir ríkisborgarar hafa sama rétt á félagsþjónustu og íslenskir ríkisborgarar. Sé fjárhagsaðstoð veitt getur það haft áhrif á umsókn viðkomandi um dvalarleyfi eða ríkisborgararétt.
Fjárhagsaðstoð og áhrif á umsókn um dvalarleyfi eða ríkisborgararétt
Sé fjárhagsaðstoð veitt af sveitarfélögum getur það haft áhrif á umsókn um að framlengja dvalarleyfi, umsókn um ótímabundið dvalarleyfi og umsókn um íslenskan ríkisborgararétt.
Hafa skal samband við sveitarfélag ef sækja þarf um fjárhagslegan stuðning. Í sumum sveitarfélögum er hægt að sækja um fjárhagslegan stuðning á vefsíðu sveitarfélags með hjálp rafrænna skilríkja.
Ef umsókn er hafnað
Ef umsókn um fjárhagsaðstoð er hafnað er hægt að áfrýja til úrskurðarnefnd velferðarmála innan fjögurra vikna frá því að tilkynning barst.
Fjárhagsleg neyð
Fyrir þá sem eru í skyndilegri fjárhagslegri neyð er hægt að leita til hjálparsamtaka á listanum fyrir neðan. Hver samtök setja eigin skilyrði fyrir aðstoð.
Atvinnuleysisbætur
Launþegar og sjálfstætt starfandi einstaklingar á aldrinum 18-70 ára eiga rétt á atvinnuleysisbótum ef þeir hafa áunnið sér tryggingavernd og uppfylla skilyrði laga um atvinnuleysistryggingar og laga um vinnumarkaðsaðgerðir. Sækja skal rafrænt um atvinnuleysisbætur. Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að viðhalda rétti til atvinnuleysisbóta.
Umboðsmaður skuldara
Umboðsmaður skuldara starfar sem milliliður fyrir samskipti og samningaviðræður við kröfuhafa, bæta stöðu einstaklinga sem eiga í greiðsluerfiðleikum og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf, án endurgjalds. Markmið embættisins er að finna hagstæða lausn fyrir skuldara óháð hagsmunum kröfuhafa.
Panta má tíma hjá ráðgjafa með því að hringja í (+354) 512 6600. Þeir sem mæta í pantaðan tíma þurfa að auðkenna sig með persónuskilríkjum.
Önnur fjárhagsaðstoð
Hér á vefsíðu Fjölmenningarseturs má finna upplýsingar um félagslegan stuðning og þjónustu ásamt upplýsingum um meðlag og barnabætur, foreldraorlof og húsnæðisbætur.
Upplýsingar um fjármál tengd atvinnu og launað veikindaleyfi má finna á síðunni um réttindi launþega.
Gagnlegir hlekkir
- Um atvinnuleysisbætur
- Félagslegur stuðningur og þjónusta
- Meðlag og barnabætur
- Fæðingarorlof
- Húsnæðisbætur
- Réttindi launþega
- Finndu sveitarfélagið þitt
- Umboðsmaður skuldara
Sveitarfélögum er skylt að veita íbúum sínum nauðsynlega fjárhagsaðstoð til að tryggja að þeir geti framfleytt sér og sínum.