Hoppa í meginmál
Persónuleg málefni

Félagslegur stuðningur og þjónusta

Sveitarfélög eru skyldug til að veita íbúum sínum félagsþjónustu samkvæmt lögum. Sú þjónusta felur í sér fjárhagsaðstoð, stuðning við öryrkja og eldri borgara, húsnæðisstuðning og félagsráðgjöf, svo eitthvað sé nefnt.

Félagsþjónusta sinnir einnig upplýsingagjöf og ráðgjöf.

Skyldur sveitarfélaga

Sveitarfélögum er skylt að veita íbúum sínum nauðsynlegan stuðning til að þeir geti framfleytt sér. Félagsmálanefndir og stjórnir sveitarfélaga sjá um að veita félagsþjónustu og er jafnframt skylt að veita ráðgjöf um félagsmál.

Íbúi í sveitarfélaginu er hver sá sem á lögheimili í sveitarfélaginu, hvort sem hann er íslenskur ríkisborgari eða erlendur.

Réttur erlendra ríkisborgara

Erlendir ríkisborgarar hafa sama rétt og íslenskir ríkisborgarar varðandi félagsþjónustu svo lengi sem þeir eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Sá sem dvelur eða hyggst dvelja hér á landi í sex mánuði eða lengur þarf að skrá lögheimili á Íslandi.

 

Fjárhagsaðstoð

Hafðu í huga að  ef þú færð fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum getur það haft áhrif á umsókn þína um framlengingu dvalarleyfis, um ótímabundið dvalarleyfi og um ríkisborgararétt.

Erlendir ríkisborgarar sem lenda í fjárhagslegum eða félagslegum erfiðleikum og eiga ekki lögheimili á Íslandi geta leitað aðstoðar hjá sendiráði sínu eða ræðismanni.

Hér getur þú lesið meira um fjárhagsaðstoð.

Sveitarfélögum er skylt að veita íbúum sínum nauðsynlegan stuðning til að þeir geti framfleytt sér.