Hoppa í meginmál
Persónuleg málefni

Fæðingarorlof

Foreldrar eiga sjálfstæðan rétt á sex mánaða fæðingarorlofi hvort. Heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldrisins. Réttur til fæðingarorlofs fellur niður þegar barn nær 24 mánaða aldri.

Lengra fæðingarorlof hvetur báða foreldra til að uppfylla skyldur sínar við fjölskylduna ásamt því að auka jafnræði á vinnumarkaði.

Mögulegt er að semja við vinnuveitanda um að lengja fæðingarorlofið. Þá lækka mánaðarlegar tekjur hlutfallslega í samræmi við lengd orlofsins.

Fæðingarorlof

Báðir foreldrar eiga rétt á fæðingarorlofi að því tilskildu að þeir hafi verið virkir á vinnumarkaði í sex mánuði samfellt fyrir fæðingardag barns, eða þann dag sem barn kemur inn á heimilið ef um ættleiðingu eða varanlegt fóstur er að ræða. Til að teljast virkur á vinnumarkaði þarf viðkomandi að hafa unnið að minnsta kosti 25% starf eða verið í virkri atvinnuleit á atvinnuleysisbótum.

Upphæðin sem greidd er í fæðingarorlofi fer eftir stöðu foreldra á vinnumarkaði, en frekari upplýsingar um greiðslur má fá á vef Vinnumálastofnunar. Einnig geta foreldrar tekið tímabundið fæðingarorlof án launa þar til barnið nær 8 ára aldri.

Sækja þarf um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði á heimasíðu Vinnumálastofnunar að minnsta kosti sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Tilkynna þarf vinnuveitanda um fæðingarorlof að minnsta kosti átta vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.

Foreldrar í fullu námi og foreldrar sem eru ekki á vinnumarkaði eða í hlutastarfi undir 25% geta sótt um fæðingarstyrk. Það þarf að skila inn umsóknum að minnsta kosti þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.

Óheimilt er að víkja þunguðum konum og starfsmönnum í fæðingar/foreldraorlofi úr starfi nema gildar og rökstuddar ástæður liggi fyrir.

Gagnlegir hlekkir

Foreldrar eiga sjálfstæðan rétt á sex mánaða fæðingarorlofi hvort.