Hoppa í meginmál
Atvinna

Atvinnuleyfi

Ríkisborgarar landa utan EES/EFTA svæðisins þurfa atvinnuleyfi áður en þeir flytja til Íslands til að vinna. Frekari upplýsingar má fá hjá Vinnumálastofnun. Atvinnuleyfi frá öðrum EES löndum gilda ekki á Íslandi.

Ríkisborgari ríkis innan EES/EFTA-svæðisins þarf ekki atvinnuleyfi á Íslandi.

Ráðning erlends starfsmanns

Atvinnurekandi sem hyggst ráða erlendan starfsmann sem er ríkisborgari ríkis utan EES/EFTA svæðisins þarf að hafa samþykkt atvinnuleyfi áður en starfsmaðurinn hefur störf. Umsóknum um atvinnuleyfi skal skilað ásamt nauðsynlegum gögnum til Útlendingastofnunar. Þeir munu senda umsóknina áfram til Vinnumálastofnunar að uppfylltum skilyrðum fyrir útgáfu dvalarleyfis.

Ríkisborgari EEA/EFTA ríkis

Ríkisborgarar ríkis innan EES/EFTA-svæðisins þurfa ekki atvinnuleyfi til að vinna á Íslandi. Ef þörf er á kennitölu skal haft samband við Þjóðskrá Íslands.

Dvalarleyfi á grundvelli vinnu

Dvalarleyfið er gefið út eftir að umsækjandi mætir til myndatöku hjá Útlendingastofnun eða sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins. Myndataka skal eiga sér stað innan viku frá komu til Íslands. Einnig þarf að tilkynna dvalarstað til Útlendingastofnunar og gangast undir læknisskoðun innan tveggja vikna frá komu til Íslands. Athugið að umsækjandi þarf að auðkenna sig með því að framvísa gildu vegabréfi við ljósmyndun.

Útlendingastofnun gefur ekki út dvalarleyfi ef umsækjandi uppfyllir ekki ofangreind skilyrði. Þetta gæti leitt til ólöglegrar dvalar og brottvísunar.

Langtíma-vegabréfsáritun vegna fjarvinnu

Langtímavegabréfsáritun vegna fjarvinnu gerir fólki kleift að dvelja á Íslandi í 90 til 180 daga í þeim tilgangi að vinna fjarvinnu.

Þú getur fengið langtímavegabréfsáritun vegna fjarvinnu ef eftirfarandi á við:

  1. Þú ert frá landi utan EES/EFTA.
  2. Þú þarft ekki vegabréfsáritun til að komast inn á Schengen-svæðið.
  3. Þú hefur ekki fengið langtíma vegabréfsáritun undanfarna tólf mánuði frá íslenskum yfirvöldum.
  4. Tilgangur dvalarinnar er að vinna fjarri Íslandi, hvort sem er sem a) starfsmaður erlends fyrirtækis eða, b) sem sjálfstætt starfandi launþegi.
  5. Það er ekki ætlun þín að setjast að á Íslandi.
  6. Þú getur sýnt erlendar tekjur upp á 1.000.000 krónur á mánuði eða 1.300.000 krónur ef þú sækir líka um fyrir maka eða sambúðarmaka.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Algengar spurningar um vegabréfsáritun fyrir fjarvinnu.

Endurnýjun dvalarleyfis

Ef þú ert þegar með dvalarleyfi en þarft að endurnýja það, þá er það gert rafrænt. Þú þarft að hafa rafræn skilríki til að fylla út umsókn á netinu.

Nánari upplýsingar um endurnýjun dvalarleyfis og hvernig á að sækja um.

Athugið: Þetta umsóknarferli er aðeins til að endurnýja dvalarleyfi sem sem þú ert með fyrir. Þetta endurnýjunarferli er ekki fyrir þá sem hafa fengið vernd á Íslandi eftir að hafa flúið frá Úkraínu. Ef um það er að ræða er best að fara hingað til að fá frekari upplýsingar.

Bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi

Sá sem er með umsókn um alþjóðlega vernd í gangi en vill vinna á meðan hún er til meðferðar, getur sótt um svokallað bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi. Þetta leyfi þarf að fást áður en byrjað er að vinna.

Það að leyfið sé til bráðabirgða, þýðir að það gildir aðeins þar til umsókn um vend hefur verið tekin fyrir. Leyfið er ekki að veita þeim sem það fær, varanlegt dvalarleyfi og er háð ákveðnum skilyrðum.

Lestu meira um þetta hér.

Gagnlegir hlekkir

Ríkisborgari ríkis innan EES/EFTA-svæðisins þarf ekki atvinnuleyfi á Íslandi.