Hoppa í meginmál
Menntun

Leikskóli

Leikskóli er fyrsta formlega skólastigið í íslensku menntakerfi. Leikskólar eru ætlaðir börnum allt niður í 9 mánaða aldur og upp í 6 ára. Ekki er skólaskylda í leikskóla en yfir 95% barna á Íslandi sækja leikskóla og í sumum sveitarfélögum eru biðlistar eftir að komast að. Hægt er að lesa um leikskóla á island.is.

Innritun

Foreldrar innrita börn sín í leikskóla hjá sveitarfélaginu þar sem þau eiga lögheimili. Á vefsíðum skóla- og fjölskylduþjónustu sveitarfélaga er að finna upplýsingar um skráningu og verðlagningu. Upplýsingar um leikskóla eru aðgengilegar hjá fræðsluyfirvöldum eða á heimasíðu leikskólans.

Fyrir utan aldur eru engar takmarkanir við innritun barns í leikskóla.

Leikskólar eru oftast reknir af sveitarfélögum en í sumum tilfellum eru þeir einkareknir. Kostnaður fyrir leikskóla er niðurgreiddur af sveitarfélögum og er mismunandi milli sveitarfélaga. Leikskólar fara eftir aðalnámskránni. Hver leikskóli hefur að auki sína eigin námskrá og fræðsluáherslur.

 

Parents apply to register their children in a preschool with the municipality where they have legal residence. Websites for education and family services in the municipalities provide information about registration and pricing. Information about preschools is accessible through local education authorities or the preschool websites.

There are no restrictions, other than age, for registering a child in preschool.

Preschools are operated in most instances by the local authorities but can also be privately operated. The cost for preschool tuition is subsidised by local authorities and varies between municipalities. Preschools follow the Icelandic national curriculum guide. Each preschool will additionally have its own curriculum and educational/developmental emphasis.

Menntun fyrir fötluð börn

Ef barn er með andlega og/eða líkamlega fötlun býðst því oft forgangur á leikskóla þar sem boðið er upp á stuðning án aukakostnaðar fyrir foreldra.

Fötluð börn eiga rétt á leikskólagöngu og grunnskólagöngu í sveitarfélaginu þar sem þau eiga lögheimili .
Fatlaðir nemendur í framhaldsskólum skulu samkvæmt lögum eiga kost á sérfræðiaðstoð.
Fatlaðir hafa aðgang að fjölbreyttum þjálfunar- og menntunartækifærum til að auka lífsgæði sín og almenna lífsleikni.

Hér má finna frekari upplýsingar um menntun fyrir fatlað fólk.

Gagnlegir hlekkir

Yfir 95% af börnum á Íslandi ganga í leikskóla þó það sé ekki skólaskylda á því skólastigi.