Hoppa í meginmál
Samgöngur

Hjólreiðar og rafmagns- hlaupahjól

Hjólreiðar verða sífellt vinsælli og mörg sveitarfélög leggja áherslu á að byggja upp fleiri hjólreiðastíga til að bjóða upp á aðra kosti en strætósamgöngur og einkabíla.

Rafhlaupahól sem hægt er að leigja í stuttan tíma hafa notið mikilla vinsælda undanfarið á höfuðborgarsvæðinu og stærri bæjum.

Hjólreiðar

Hjólreiðar eru sífellt að verða vinsælli og mörg sveitarfélög leggja nú áherslu á að byggja upp þéttara net hjólreiðastíga til að auðvelda annarskonar samgöngur en með strætó eða einkabílum.

  • Hjólreiðar eru hagkvæm leið til að ferðast um.
  • Mælt er með því að allir noti hjálm. Hjálmanotkun er skylda fyrir börn og ungmenni 16 ára og yngri.
  • Víða er hægt að leigja eða kaupa (ný eða notuð) reiðhjól.
  • Vertu varkár þegar þú hjólar í mikilli umferð.

Að kaupa reiðhjól

Fjölmargar hjólavöruverslanir um allt land selja reiðhjól. Einnig er hægt að leigja reiðhjól til lengri eða skemmri tíma. Verðbilið er töluvert breytt. Hvort sem hjólið er dýrt eða ekki þá getur það komið þér á milli staða, hefðbundið eða með hjálparmótor. Rafhjól eru að verða mjög vinsæl.

Rafhlaupahjól

Rafhlaupahjól sem hægt er að leigja í stuttan tíma hafa notið mikilla vinsælda undanfarið á höfuðborgarsvæðinu og stærri bæjum.

  • Að notast við rafhlaupahjól er skilvirk leið til að ferðast styttri vegalengdir.
  • Rafhlaupahjól eru staðsett um allt höfuðborgarsvæðið, sem og í ýmsum stærri bæjum á Íslandi.
  • Hægt er að leigja rafhlaupahjól í gegnum app í símanum.
  • Mælt er með að allir noti hjálm en hjálmaskylda er fyrir börn og ungmenni, 16 ára og yngri.
  • Sömu reglur gilda um rafhlaupahjól og reiðhjól, nema að bannað er að nota þau á bílvegum.
  • Fara skal varlega í kringum gangandi vegfarendur.

Til að ferðast stuttar vegalengdir innan höfuðborgarsvæðisins eða í stærri bæjum, er hentugt að nota rafhlaupahjól. Hægt er að kaupa þau en einnig er hægt að leigja þau í stuttan tíma í mörgum stærri bæjum.

Hvar sem þú sérð rafhlaupahjól á vegum einhvers af fyrirtækjunum sem bjóða þau til leigju, getur þú stigið á þau, ferðast um og svo stigið af þegar þú ert kominn á leiðarenda. Þú borgar aðeins fyrir þann tíma sem þú notar rafhlaupahjólið.

Þú þarft app í símann og greiðslukort til að nýta þessa þjónustu. Þessi ferðamáti er hagkvæmur og umhverfisvænn miðað við það að vera einn á þungum, eldsneytisknúnum bíl.

Hjálmanotkun

Mælt er með því að allir noti hjálm á hjóli og hjálmanotkun er skylda fyrir börn og ungmenni undir 16 ára aldri. Þar sem hjólreiðamenn eru í umferðinni samhliða bílum, rútum og öðrum farartækjum, eiga þeir á hættu að verða fyrir alvarlegum meiðslum ef slys verða.

Sama gildir við notkun á rafhlaupahjólum, mælt með hjálmi á alla og það er beinlínis hjálmaskylda fyrir alla yngri en 16 ára.

Hvar má hjóla?

Hjólreiðamenn eru hvattir til að nota hjólastíga þar sem því verður við komið, bæði af öryggisástæðum og vegna þess að upplifunin verður ánægjulegri. Ef nauðsynlegt reynist að hjóla í umferð, skal fara mjög varlega.

Nánari upplýsingar um reiðhjól, öryggisreglur og aðrar upplýsingar, er að finna á vef Samgöngustofu.

Sömu reglur gilda um rafhlaupahjól og reiðhjól nema að rafhlaupahjólin má ekki nota á bílvegum, aðeins á hjólastígum, gangstéttum o.fl.

Það má ferðast á allt að 25 km/klst hraða á rafhlaupahjóli og því sérstaklega mikilvægt að fara varlega í kringum gangandi vegfarendur. Það er hætta á að þeir taki ekki eftir því þegar einhver á rafhlaupahjóli nálgast hljóðlega aftan frá á miklum hraða.

Upplýsingar um notkun og öryggi

Hér að neðan er að finna textaupplýsingar og myndbönd um notkun rafhlaupahjól, á íslensku, ensku og pólsku. Þetta er nýr ferðamáti og því vert að kynna sér þær reglur sem gilda um hann.

Enska

Pólska

Íslenska

Gagnlegir hlekkir

Hjólreiðar verða sífellt vinsælli og sveitarfélög leggja því aukna áherslu á uppbyggingu hjólastíga til að bjóða upp á aðra kosti en strætó og einkabíla.