Hoppa í meginmál
Samgöngur

Strætó og rútur

Almenningsstrætisvagnakerfið er rekið af Strætó, fyrirtæki sem rekið er af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi.

Leiðakerfið teygir sig þó langt út frá höfuðborgarsvæðinu. Inni á straeto.is er hægt að finna upplýsingar um leiðir, tímaáætlanir, fargjöld og annað sem þú þarft að vita til að nota almenningsvagnakerfið.

Strætó

Ef þú þarft að fara lengra en svo að það henti að ganga, eða ef veðrið er til vandræð, er hægt að taka strætó. Almenningsvagnakerfið er umfangsmikið og hægt er að ferðast langt út fyrir höfuðborgarsvæðið með strætó. Þú getur keypt strætókort með appi í símanum sem heitir Klapp.

Almenningsvagnar á landsbyggðinni:

Strætó á landsbyggðinni

Austurland: Fjarðabyggð

Norðurland: Strætisvagnar Akureyrar

Vestfirðir: Strætisvagnar Ísafjarðar

Vesturland: Akranesstrætó

Suðurland: Selfoss og nágrenni

Langferðabílar

Auk almenningsvagnakerfisins eru einkarekin rútufyrirtæki sem sinna farþegaflutningum. Farþegaflutningskerfið samanlagt nær yfir meirihluta landsins sem og hluta hálendisins:

Reykjavík Excursions rekur hálendisrútu yfir sumarmánuðina.

Trex býður upp á daglegar ferðir í Þórsmörk, Landmannalaugar og Skóga, á sumrin.

Flugrúta, til og frá Keflavíkurflugvelli, er rekin af Reykjavík ExcursionsAirport Direct and Gray Line.

Það eru ýmis önnur minni einkarekin rútufyrirtæki sem bjóða upp á ferðir eftir pöntun, sérferðir, skiplagðar ferðir á ferðamannastaði og fleira.

Gagnlegir hlekkir