Hoppa í meginmál
Fyrir atvinnurekendur

Stuðningur við inngildingu og fjölbreytileika á vinnustöðum

Fjölmenningarsetur hefur þróað nokkur verkfæri sem styðja við atvinnurekendur í móttöku erlends starfsfólks (onboarding foreign employees) á vinnustað.

Verkfærin eru leiðbeiningar um stefnugerð vegna inngildingar á vinnustað en einnig einfalt matstæki til að mæla hvernig fyrirtæki stendur sig við inngildinguna.

Móttaka erlends starfsfólks á vinnustað

Vinnuveitendur verja miklum tíma og orku í að leita að og ráða fólk í störf. Mikilvægt er að tími sé einnig lagður í að búa sig nægilega vel undir að móttaka á vinnustað verði eins og best verður á kosið. Fyrir erlent starfsfólk er þetta mjög mikilvægt.

Að ráða erlent starfsfólk getur verið mjög gagnlegt fyrir fyrirtæki. Hér er að finna leiðbeiningar um móttöku erlends starfsfólks og ýmsar leiðir að sem bestum starfsvenjum (best practices). 

Móttaka erlends starfsfólks á vinnustað (PDF)

Einfalt matstæki

Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að leggja mat á hvernig fjölbreytileika og inngildingu er háttað á vinnustað. Inngilding er kjarnagildi sem notað er sem stuðningstæki til að hlúa að starfsmanni og styðja við heildræna þróun á vinnustað tengt fjölbreytni og þátttöku á öllum sviðum fyrirtækisins.

Hér er að finna einfalt matstæki sem gerir fyrirtækinu kleift að líta inn á við og skoða hvernig staðið er að málum. Á farsælum vinnustað er fjölbreytileiki og góð inngilding, lykilþættir í árangri til nýsköpunar og framþróunar.

Fjölbreytileiki og inngilding – mat á vinnustaðnum (PDF)

Fjölbreytileiki og inngildingarstefna

Ávinningur vinnustaða af fjölbreytileika er mikill því mannauður af ólíkum uppruna gerir vinnustaði betur í stakk búna til að takast á við margþættar áskoranir, til dæmis í rekstri, framleiðslu og þjónustu.

En fjölbreytileika á vinnustað fylgja einnig áskoranir. Í því sambandi er mikilvægt að vinnustaðir hafi skýra stefnu og ákveðnar meginreglur að leiðarljósi við inngildingu fjölbreytts starfshóps.

Í  leiðbeiningum við gerð fjölbreytileikastefnu er ýmislegt nefnt til sögunnar til að auðvelda fyrirtækjum að móta sér stefnu í málaflokknum og inngilda fjölbreytileika í starfsmannahópnum.

Fjölbreytileiki og inngildingarstefna – Leiðbeiningar (PDF)

Menningarnæmi og fjölbreytni á vinnustaðnum

Það er margar og mismunandi ástæður fyrir því að stofnanir og vinnustaðir ættu að vilja tryggja það að starfsfólk þeirra fái að heyra um kosti fjölbreytileika og fræðslu sem miðar að því að vinna gegn hverskyns mismunun. Menningarnæmi eða “cultural competence” er hegðun, viðhorf og stefna sem gerir okkur kleift að vinna og búa saman á áhrifaríkan og skilvirkan hátt í margbreytilegu samfélagi.

Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um menningarnæmi á vinnustöðum hér. 

Menningarnæmi og fjölbreytni á vinnustað (PDF)