Hoppa í meginmál
Heilbrigðiskerfið

Sjúkrahús og innlögn

Landspítali er háskólasjúkrahúsið á Íslandi. Bráðamóttaka vegna slysa, bráðra veikinda, eitrunar og nauðgana er staðsett á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, Reykjavík.

Þú finnur tengiliði og aðrar staðsetningar fyrir bráðamóttökur hér.

 

Staðsetning sjúkrahúsa á landsbyggðinni

Reykjavík – landspitali@landspitali.is – 5431000

Akranes – hve@hve.is – 4321000

Akureyri – sak@sak.is – 4630100

Egilsstaðir – info@hsa.is – 4703000

Ísafjörður – hvest@hvest.is – 44504500

Reykjanesbær – hss@hss.is – 4220500

Selfoss – hsu@hsu.is – 4322000

Innlögn eða tilvísun til sérfræðings eða spítala

Einungis læknir getur tekið ákvörðun um innlögn á sjúkrahús eða tilvísun til sérfræðing. Sjúklingar geta óskað eftir því að læknir vísi þeim til sérfræðings eða á sjúkrahús telji þeir þess þörf. Í neyðartilvikum eiga sjúklingar að fara beint á slysa- og bráðamóttöku sjúkrahússins. Þeir sem eru með íslenska sjúkratryggingu eiga rétt á ókeypis sjúkravist.

Gjöld

Einstaklingar með lögheimili á Íslandi og sjúkratryggðir greiða fast gjald við flutning með sjúkrabíl. Gjaldið er 7.553 kr (frá 1.1.2022) fyrir yngri en 70 ára og 5.665 fyrir 70 ára og eldri. Fólk sem er ekki búsett á Íslandi eða er ekki með sjúkratryggingu greiðir fullt verð fyrir flutning með sjúkrabíl, en getur oft fengið kostnaðinn endurgreiddan frá tryggingafélagi sínu.

Gagnlegir hlekkir

Einungis læknir getur lagt einstakling inn á spítala eða vísað honum til sérfræðings.