Hoppa í meginmál
Húsnæði

Lögheimili

Allir sem dvelja eða hyggjast dvelja hér á landi í sex mánuði eða lengur verða samkvæmt lögum að skrá lögheimili hjá Þjóðskrá Íslands.

Réttur til opinberrar þjónustu er almennt háður því að vera með skráð lögheimili. Því er ráðlegt að skrá lögheimili sem fyrst eftir að hafa flust til Íslands.

Skráning á lögheimili

Til að skrá lögheimili þarf að sýna fram að viðkomandi uppfylli lágmarksframfærsluskilyrði, annað hvort með starfssamningi eða eigin framfærslueyri.

Hér má lesa meira um lágmarksframfærsluskilyrði.

Hvar má skrá lögheimili?

Lögheimili þarf að vera í húsnæði sem skráð er sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá. Farfuglaheimili, sjúkrahús og vinnubúðir eru dæmi um húsnæði sem yfirleitt er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði og því ekki hægt að skrá lögheimili í slíku húsnæði.

Þú getur aðeins átt eitt lögheimili.

Gagnlegir hlekkir

Þú getur aðeins átt eitt lögheimili.