Hoppa í meginmál
Húsnæði

Reikningar

Orka á Íslandi er almennt umhverfisvæn og á viðráðanlegu verði. Ísland er stærsti framleiðandi endurnýjanlegrar orku í heimi miðað við höfðatölu. 85% af allri orku sem er notuð á Íslandi er framleidd innanlands á endurnýjanlegan hátt

Íslensk stjórnvöld stefna að því að ná markmiðum um kolefnishlutleysi árið 2040. Íslensk heimili verja mun lægra hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum í hita og rafmagn en heimili á hinum Norðurlöndunum vegna þess hversu verðið er lágt.

Rafmagn og hiti

Allt íbúðarhúsnæði skal vera með heitu og köldu vatni og rafmagni. Húsnæði á Íslandi er annað hvort hitað upp með heitu vatni eða rafmagni. Sveitarfélagsskrifstofur geta veitt upplýsingar um fyrirtæki sem selja og hafa umsjón með rafmagni og heitu vatni í hverju sveitarfélagi.

Í sumum tilfellum er hiti og rafmagn innifalið við leigu á íbúð eða húsi. Ef sú er ekki raunin eru leigjendur ábyrgir fyrir að borga afnotin sjálfir. Reikningar eru almennt sendir mánaðarlega og byggja á áætlaðri orkunotkun. Einu sinni á ári er sendur uppgjörsreikningur ásamt álestri á mælum.

Þegar þú flytur í nýja íbúð skaltu ganga úr skugga um að þú lesir rafmagns- og hitamæla samdægurs og skráir stöðuna hjá orkuveitunni. Þannig borgar þú aðeins fyrir það sem þú notar. Þú getur sent inn álestur á mælum til orkuveitunnar, til dæmis hér með því að skrá þig inn á „Mínar síður“.

Sími og nettenging

Á Íslandi starfa nokkur símafyrirtæki sem bjóða mismunandi verð og þjónustu fyrir síma- og nettengingu. Best er að skoða vefsíðu hvers símafyrirtækis eða hafa beint samband til að fá upplýsingar um þjónustu þeirra og verð.

Fyrirtæki sem bjóða upp á síma- og/eða netþjónustu:

Hringdu

Nova

Sambandið

Síminn

Vodafone

Ljósleiðaraveitur:

Ljósleiðari Nova

Ljósleiðarinn

Ljósleiðari Mílu