Hoppa í meginmál
Menntun

Háskóli

Íslenskir háskólar eru hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi. Allir háskólar bjóða upp á ráðgjafaþjónustu fyrir núverandi og væntanlega nemendur. Einnig er boðið upp á fjarnám í nokkrum háskólum á Íslandi.

Það eru sjö háskólar á Íslandi. Þrír eru einkareknir og fjórir eru fjármagnaðir af hinu opinbera. Ekki þarf að greiða skólagjöld í opinberum háskólum, en allir nemendur þurfa að greiða að greiða svokallað skrásetningargjald.

Íslenskir háskólar

Stærstu háskólar landsins eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, báðir staðsettir í höfuðborginni. Þriðji stærsti háskólinn er Háskólinn á Akureyri á Norðurlandi.

Íslenskir háskólar eru hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi og þeir bjóða upp á ráðgjafaþjónustu fyrir núverandi og væntanlega nemendur.

Skólaárið

Almennt byrjar skólaár háskólanna á haustönn í September sem lýkur í desember, vorönn hefst í byrjun janúar og lýkur í maí. Þetta getur þó verið breytilegt eftir deildum.

Skólagjöld

Opinberir háskólar rukka ekki skólagjöld þó þeir séu með árlegt skrásetningargjald sem allir nemendur þurfa að greiða. Nánari upplýsingar um gjaldtöku er að finna á heimasíðu hvers háskóla.

Erlendir nemendur

Erlendir nemendur geta stundað nám við háskóla sem skiptinemar eða almennir námsmenn. Fyrir þá sem vilja vita meira um skiptinám við íslenskan háskóla skal hafa samband við alþjóðaskrifstofu erlenda heimaháskólans sem getur gefið upplýsingar um samstarfsháskóla. Einnig má hafa samband við alþjóðasvið háskólans á Íslandi.

Námsleiðir og gráður

Innan menntastofnana á háskólastigi eru ýmsar deildir og námsbrautir, rannsóknarsetur ásamt þjónustustofnunum og skrifstofum.

Formleg viðmið um háskólamenntun og prófgráður eru gefin út af ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar. Fyrirkomulag kennslu, rannsókna, náms og námsmats er ákveðið innan háskólans. Viðurkenndar gráður eru diplómagráður, bachelor-gráður, meistaragráður og doktorsgráður.

Inngönguskilyrði

Þeir sem hyggjast stunda nám við háskóla þurfa að hafa lokið stúdentsprófi (Inntökuprófi Íslands) eða sambærilegu prófi. Háskólum er heimilt að setja sérstök inntökuskilyrði og láta nemendur þreyta inntökupróf eða stöðupróf

Nemendur sem ekki hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi en hafa að mati viðkomandi háskóla jafngildan þroska og þekkingu geta innritað sig í háskóla.

Háskólum er heimilt  að bjóða upp á aðfararnám fyrir þá sem ekki uppfylla stúdentspróf að fengnu samþykki mennta- og barnamálaráðuneytisins.

Fjarnám

Boðið er upp á fjarnám í mörgum háskólum á Íslandi. Nánari upplýsingar um fjarnám má nálgast á heimasíðum hvers háskóla.

Önnur háskólasetur

Sprettur - Supporting promising youth with immigrant backgrounds

Sprettur er verkefni á kennslusviði Háskóla Íslands sem styður og undirbýr nemendur með innflytjendabakgrunn til háskólanáms, og þá sérstaklega þá sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun. Markmið Spretts er að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar.

Kynntu þér meira um Sprett hér.

Námslán og styrkir

Þeir nemar á framhaldsskólastigi sem stunda löggilt iðnnám og annað samþykkt starfsnám geta sótt um lán eða styrk hjá Menntasjóði námsmanna (með ákveðnum takmörkunum og skilyrðum).

Sjóðurinn veitir lán til framhaldsnáms á Íslandi og við erlenda háskóla. Hægt er að fá lán fyrir nám við skóla sem gera sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og gerðar eru til háskólanáms hérlendis. Allar nánari upplýsingar um námslán er að finna á heimasíðu sjóðsins.

Háskólanemum stendur til boða margs konar styrkir til náms og rannsókna, hér á landi og erlendis. Nánar má lesa um námslán og ýmsa styrki á Íslandi hér. Framhaldsskólanemendum á landsbyggðinni sem þurfa að sækja skóla utan eigin sveitarfélags býðst annað hvort styrkur frá sveitarfélaginu eða jöfnunarstyrkur.

Fjölskyldur eða forráðamenn framhaldsnema með lágar tekjur geta sótt um styrk til Hjálparsjóðs kirkjunnar vegna útgjalda.

Gagnlegir hlekkir

Ekki þarf að greiða skólagjöld í opinberum háskólum.