Bifreiða- tryggingar og skattar
Skylt er að ábyrgðar- og slysatryggja öll ökutæki. Ábyrgðartrygging tekur til allra tjóna og tjóns sem aðrir verða fyrir af völdum ökutækis.
Slysatrygging greiðir ökumanni ökutækis bætur ef hann slasast og eiganda ökutækis ef hann er farþegi í eigin ökutæki.
Skyldutryggingar
Það eru ákveðnar lögboðnar tryggingar, keyptar af tryggingafélagi, sem skylt er að hafa fyrir öll ökutæki. Ábyrgðartrygging ökutækis er skyldutrygging en hún tekur til allra tjóna sem aðrir verða fyrir af völdum bíls.
Slysatrygging ökumanns og eiganda er einnig lögboðin og tryggir ökumanni ökutækis bætur ef hann slasast og sem og eiganda ökutækisins ef hann er farþegi í eigin ökutæki.
Aðrar tryggingar
Þér er frjálst að kaupa aðrar tegundir trygginga, svo sem framrúðutryggingu og árekstrartryggingu. Svokölluð kaskótrygging bætir tjón á eigin ökutæki, jafnvel þótt tjónið sé af eigin völdum (skilmálar gilda).
Tryggingafélög
Hægt er að greiða tryggingar með mánaðarlegum eða árlegum greiðslum.
Þú getur keypt bifreiðatryggingar hjá þessum fyrirtækjum:
Bifreiðagjöld
Allir bifreiðaeigendur á Íslandi þurfa að greiða skatt af bifreið sinni, sem kallast bifreiðagjald. Það er greitt tvisvar á ári og er innheimt af Skattinum. Sé bifreiðagjald ekki greitt á réttum tíma er lögreglu heimilt að fjarlægja númeraplötur af bifreiðinni.
Upplýsingar um bifreiðagjald og reiknivél á heimasíðu ríkisskattstjóra.
Upplýsingar um innflutning ökutækja á vef ríkisskattstjóra.