Ferjur og bátar
Nokkrar ferjuleiðir eru í boði á og til Íslands. Sumar ferjanna geta flutt bíla, aðrar eru minni og eingöngu ætlaðar gangandi farþegum. Það er jafnvel hægt að taka ferju til Íslands.
Það er aðeins ein ferjuleið til Íslands. Ferjan Norröna fer frá og kemur til hafnar á Seyðisfirði.
Ferjur
Nokkrar ferjur eru reknar með stuðningi Vegagerðarinnar og ríkið á beinlínis sumar þeirra. Lesa má nánar um það hér. Þessar ferjur eru að þjóna leiðum sem teljast hluti af hinu opinbera vegakerfi.
Það er aðeins ein ferjuleið til Íslands. Ferjan Norröna fer frá og kemur til hafnar á Seyðisfirði.
Til og frá Vestmannaeyjum
Ferjan Herjólfur er stærsta ferjan innanlands. Ferjan fer daglega frá Landeyjahöfn / Þorlákshöfn til Vestmannaeyja og til baka til meginlandsins.
Snæfellsnes - Vestfirðir
Ferjan Baldur gengur 6-7 daga vikunnar eftir árstíðum. Farið er frá Stykkishólmi á Vesturlandi, stoppað í Flatey og haldið yfir Breiðafjörð og að Brjánslæk á Vestfjörðum.
Til og frá Hrísey
Ferjan Sævar fer á tveggja tíma fresti frá Árskógssandi og út í Hrísey, sem staðsett er í miðjum Eyjafirði.
Til og frá Grímsey
Nyrsti punktur Íslands er Grímsey. Til að komast þangað er hægt að taka ferju sem heitir Sæfari og fer frá Dalvík. Hér má finna bókunarsíðu.
Aðrar ferjur
Einnig eru ferjur sem ganga út í Viðey frá Reykjavík og út í Papey fyrir austan.
Til og frá Íslandi
Ef þú vilt ekki fljúga þá er annar valkostur í boði þegar þú ferðast eða flytur til Íslands.
Ferjan Norröna siglir á milli Seyðisfjarðar á austurlandi, Færeyja og Danmerkur.
Ísafjörður - Hornstrandir
Til að komast í friðlandið á Hornströndum fyrir vestan, er hægt að ná í bát á vegum Borea Adventures og Sjóferða sem ganga samkvæmt áætlun. Einnig er hægt að fara frá Norðurfirði með bátum á vegum Strandferða.
Gagnlegir hlekkir
- Vegagerðin
- Áætlun Herjólfs
- Ferjan Baldur
- Hríseyjarferjan Sævar
- Grímseyjarferjan Sæfari - Bókunarsíða
- Borea Adventures (ferðir til Hornstranda)
- Sjóferðir (ferðir til Hornstranda)
- Strandferðir (ferðir til Hornstranda)
- Samgöngur - island.is
Það er aðeins ein ferjuleið til Íslands. Ferjan Norröna fer frá og kemur til hafnar á Seyðisfirði.