Flug
Flugvöllurinn í Reykjavík er helsta miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Þaðan er áætlunarflug til ellefu áfangastaða á Íslandi og nokkurra á Grænlandi einnig.
Mörg flugfélög stunda millilandaflug til og frá Íslandi.
Innanlandsflug
Flugfélagið Icelandair flýgur frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Icelandair flýgur einnig til nokkurra áfangastaða á Grænlandi.
Eagle air flýgur frá Reykjavík til Hornafjarðar og Húsavíkur.
Norlandair flýgur frá Reykjavík til Bíldudals og Gjögurs og frá Akureyri til Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar. Norlandair þjónar einnig áfangastöðum á Grænlandi.
Þú finnur upplýsingar um alla flugvelli á Íslandi sem og áætlaðar brottfarir og komur á vefsíðu ISAVIA. ISAVIA sér einnig um rekstur og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.
Loftbrú
Loftbrú er afsláttarkerfi fyrir þá íbúa á Íslandi sem eiga lögheimili í ákveðinni fjarlægð frá höfuðborginni eða búa í Grímsey eða Vestmannaeyjum. Tilgangur Loftbrúar er að bæta aðgengi íbúa dreifbýlisins að miðlægri þjónustu sem er staðsett á höfuðborgarsvæðinu.
Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi allra innanlandsflugleiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Hver einstaklingur á rétt á lægri fargjöldum á allt að þremur ferðum fram og til baka til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir).
Hægt er að lesa meira um Loftbrú á sérstakri vefsíðu verkefnisins:
Millilandaflug
Icelandair og Play eru þau tvö flugfélög sem nú eru með höfuðstöðvar á Íslandi. Mörg önnur flugfélög fljúga til og frá Íslandi. Þú finnur upplýsingar um þau á vefsíðu ISAVIA.
Réttindi flugfarþega
Ef eitthvað kemur upp á varðandi flugið þitt, gætir þú átt rétt á endurgreiðslu, skaðabótum eða annarri þjónustu. Flugfarþegar hafa mikil réttindi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þú getur lesið meira um réttindi þín sem flugfarþegi hér.
Gagnlegir hlekkir
Flugvöllurinn í Reykjavík er helsta miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Þaðan er áætlunarflug til ellefu áfangastaða á Íslandi og nokkurra á Grænlandi einnig.