Hoppa í meginmál
Samgöngur

Létt bifhjól (Flokkur I)

Létt bifhjól í flokki I:

  • Vélknúin farartæki sem fara ekki yfir 25 km/klst
  • Ökumaðurinn verður að vera að minnsta kosti 13 ára.
  • Hjálmur er skylda fyrir ökumann og farþega.
  • Engrar ökukennslu eða ökuskírteinis er krafist.
  • Farþegar ekki leyfðir með ökumanni yngri en 20 ára. Farþegi skal sitja fyrir aftan ökumanninn og farartækið þarf að vera gert fyrir farþega.
  • Það má aka á hjólastígum, gangstéttum og göngustígum.
  • Það má aka á bílvegum en mælt er með því að nota þau ekki í almennri umferð með meiri hraða en 50 km/klst.
  • Engin trygginga- eða skoðunarskylda.

Skilgreining

Létt bifhjól eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum og geta verið raf- eða bensíndrifin. Hámarksafl léttra bifhjóla (flokkur I og II) er 50 rúmsentimetra bensínvél eða 4 kW rafmagnsmótor.

Lesa má meira um létt bifhjól í flokki I og II hér á vef Samgöngustofu.

Ökumenn

Ökumaður létts bifhjóls af flokki I, þarf að vera minnst 13 ára gamall. Ekki þarf að vera búin með ökunám eða hafa ökuréttindi. Létt bifhjól er ekki hannað til að fara hraðar en 25 km/klst.

Farþegar

Ökumaður þarf að vera 20 ára eða eldri til að mega vera með farþega. Að hafa farþega er aðeins heimilt ef bifhjólið er gefið upp fyrir að geta tekið farþega. Farþeginn þarf að sitja fyrir aftan ökumann.

Barn, sjö ára og yngra, sem er farþegi á bifhjóli, skal sitja í sérstöku til þess ætluðu sæti.

Hvar má aka?

Aka má léttu bifhjóli í flokki I á hjólastígum, gangstéttum og göngustígum svo framarlega sem það er ekki beinlínis bannað og ef það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur.

Mælt er með því að bifhjól í flokki I séu ekki notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst, þó það sé leyfilegt. Sé hjólabraut samsíða göngustíg má einungis aka bifhjólum á hjólabrautinni. Ef ökumaður þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða.

Hjálmanotkun

Hjálmaskylda er fyrir alla ökumenn léttra bifhjóla og farþega á þeim.

Tryggingar og skoðun

Það er ekki tryggingaskylda fyrir bifhjól í flokki I en eigendur eru hvattir til að leita ráða hjá tryggingafélögum varðandi ábyrgðartryggingu.

Ekki er skylt að skrá bifhjól eða láta öryggisskoða þau.

Frekari upplýsingar

Nánari upplýsingar hér um létt bifhjól á vefsíðu Samgöngustofu.

Leiðbeiningar varðandi notkun á léttum bifhjólum (PDF):

Enska

Pólska

 

Gagnlegir hlekkir

Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin farartæki sem fara ekki yfir 25 km/klst.