Sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi
Einstaklingar sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga á hættu að hljóta dauðarefsingu, verða fyrir pyntingum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, eiga rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn á Íslandi.
Heimilt er að veita umsækjanda um alþjóðlega vernd, sem ekki telst vera flóttamaður, dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef sterk rök mæla með því, svo sem alvarleg veikindi eða erfiðar aðstæður í heimalandinu.
Umsóknir um alþjóðlega vernd
Útlendingastofnun afgreiðir umsóknir um alþjóðlega vernd á fyrsta stjórnsýslustigi. Umsóknum skal skilað til lögreglu.
Alþjóðleg vernd - Rauði Krossinn
Nánari upplýsingar um þjónustu og stuðning við umsækjendur um alþjóðlega vernd er að finna á heimasíðu Rauða Krossins.
Alþjóðleg vernd - Útlendingastofnun
Frekar upplýsingar um alþjóðlega vernd má finna á vefsíðu Útlendingastofnunar.
Gagnlegir hlekkir
Einstaklingar sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga á hættu að hljóta dauðarefsingu, verða fyrir pyntingum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, eiga rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn á Íslandi.