Hoppa í meginmál
Frá EES / EFTA svæðinu

Kennitölur

Sérhver einstaklingur sem býr á Íslandi er skráður hjá Þjóðskrá Íslands og fær úthlutað kennitölu sem er einstök tíu stafa tala.

Kennitalan er persónuauðkenni einstaklingsins.

Til hvers eru kennitölur?

Allir þeir sem búa á Íslandi eru skráðir hjá Þjóðskrá Íslands og fá úthlutað kennitölu sem er einstöl tíu stafa tala sem persónuauðkenni.

Kennitölur eru nauðsynlegar til að fá aðgang að ýmis þjónustu, til dæmis til að stofna bankareikning, skrá lögheimili og skrá sig fyrir rafrænum skilríkjum.

Ríkisborgarar EES- eða EFTA ríkja geta dvalið á Íslandi í þrjá til sex mánuði án þess að vera skráðir. Tímabilið reiknast frá komudegi til Íslands.

Ef dvalið er lengur þarf að skrá sig hjá Þjóðskrá.

Allar nauðsynlegar upplýsingar um ferlið má finna hér.

Umsókn um kennitölu

Til að sækja um kennitölu þarf að fylla út umsókn A-271.

Fyrstu sex tölustafir kennitölu standa fyrir fæðingardag, mánuð og ár. Þjóðskrá heldur einnig utan um upplýsingar um lögheimili, nafn, fæðingu, breytingar á heimilisfangi, börn, hjúskaparstöðu og fleira tengt kennitölum.

Kerfiskennitala

EES/EFTA ríkisborgarar sem ætla að vinna á Íslandi í 3 mánuði eða skemur þurfa að fá kerfiskennitölu frá Skattinum. Einungis opinberir aðilar geta sótt um kerfiskennitölu fyrir erlenda ríkisborgara frá Skattinum og skal umsóknum skilað rafrænt.

Gagnlegir hlekkir

Kennitalan þín er persónuauðkenni þitt