Lykilupplýsingar á opinberum síðum
Stjórnarráðið, Lögreglan og Útlendingastofnun eru með yfirlit yfir fjölda umsókna um alþjóðlega vernd, verndarveitingar og þátttökusveitarfélög í samræmdri móttöku flóttafólks.
Umsækjendur um alþjóðlega vernd
Gefnar eru út lykiltölur um fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd og þær uppfærðar daglega. Hægt er að sjá nýjustu lykiltölur hér.
Tölfræðiupplýsingar frá verndarsviði Útlendingastofnunar
Einnig má finna ítarlegar tölfræðiupplýsingar frá verndarsviði Útlendingastofnunar varðandi umsóknir um vernd, dvalarleyfisveitingar og beiðnir um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Tölfræðina má finna hér.
Móttökusveitarfélög
Allnokkur sveitarfélög á landinu hafa undirritað samninga um samræmda móttöku flóttafólks. Þessir samningar eru við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, ásamt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Vinnumálastofnun.
Á vefsvæði Sjórnarráðsins um móttöku flóttafólks má sjá hvaða sveitarfélög hafa gert samning um samræmda móttöku flóttafólks.