Síðdegisopnanir fyrir krabbameinsskimun
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með tilraunaverkefni í gangi, síðdegisopnun á völdum heilsugæslustöðvum þar sem konur geta mætt í skimun fyrir leghálskrabbameini. Þær konur sem hafa fengið boð (sent í gegnum Heilsuveru og island.is) geta mætt án þess að hafa bókað sér tíma fyrirfram.
Síðdegisopnanirnar eru á fimmtudögum milli kl. 15 og 17, á tímabilinu 17. október til 21. nóvember. Ef vel tekst til þá mun áfram verða boðið upp á síðdegisopnanir og jafnframt aukið við þær.
Síðdegisopnanir verða í boði á eftirtöldum stöðvum:
Ljósmæður taka sýnin og kostnaðurinn er aðeins 500 kr.
Þátttaka kvenna með erlent ríkisfang í krabbameinsskimunum er mjög lítil hér á landi.
Aðeins 27% kvenna eð erlent ríkisfang mæta í skimun fyrir leghálskrabbameini og 18% í skimun fyrir brjóstakrabbameini.
Til samanburðar þá er þátttaka kvenna með íslenskt ríkisfang tæp 72% (leghálskrabbamein) og 64% (brjóstakrabbamein).