Hoppa í meginmál
Heilbrigðiskerfið

Heilsugæslu- stöðvar og apótek

Heilsugæslan veitir alla almenna heilbrigðisþjónustu og meðferð við minniháttar meiðslum og kvillum. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður vegna meðferðar, nema þú þurfir bráðaheilbrigðisþjónustu.

Þú þarft að skrá þig hjá heilsugæslunni á því svæði þar sem þú ert með lögheimili. Hér getur þú fundið heilsugæslustöðvarnar sem eru næst þér.

 

Heilsugæslan - Að panta tíma hjá lækni

Hægt er að panta tíma hjá heimilislækni í síma eða á Heilsuveru. Ef einstaklingur þarf á túlki að halda er honum skylt að upplýsa starfsfólk um það þegar hann pantar tíma ásamt því að tilgreina hvaða tungumál þarf til túlkunar. Starfsfólk heilsugæslunnar pantar síðan túlk. Einnig er hægt að panta símaviðtöl við lækna.

Hægt er að panta tíma samdægurs og stundum er einnig hægt að mæta, taka númer og bíða eftir að þú sért kallaður upp. Ferlið er mismunandi milli heilsugæslustöðva og best er að skoða ferlið við að bóka tíma hjá næstu heilsugæslustöð.

Heilsugæslustöðvar um allt land reka vaktaþjónustu lækna. Á höfuðborgarsvæðinu er þessi þjónusta þekkt sem Læknavaktin og hægt er að ná í hana í síma 1770. Fyrir börn er einnig hægt að hafa samband við Domus Barnalækna: 563 1010.

Heilbrigðisþjónusta utan opnunartíma heilsugæslunnar

Heilsugæslulæknar á landsbyggðinni eru stöðugt á bakvakt utan opnunartíma heilsugæslunnar.

Ef þú þarft á læknisþjónustu að halda á höfuðborgarsvæðinu á kvöldin, nætur og um helgar er sú þjónusta rekin af Læknavaktinni.

Staðsetning:

Læknavaktin
Austurver (Háaleitisbraut 68)
103 Reykjavík
Sími: 1770

 

Apótek

Þegar læknir ávísar lyfjum berast lyfseðlarnir sjálfkrafa í öll apótek undir kennitölu þinni. Ef lyfið sem ávísað á er ekki fáanlegt allstaðar er mögulegt að læknirinn vísi þér í tiltekið apótek.

Það eina sem þarf að gera er að heimsækja næsta apótek, gefa upp kennitölu og þá sér starfsfólk apóteksins hvað hefur verið skrifað upp á. Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði fyrir sum lyf og þá dregst greiðsluþátttakan sjálfkrafa frá verðinu sem greitt er.

Gagnlegir hlekkir