Hoppa í meginmál
Heilbrigðiskerfið

Tannlækningar

Tannlæknaþjónusta er börnum að kostnaðarlausu til 18 ára aldurs. Tannlæknaþjónusta er ekki ókeypis fyrir fullorðna.

Ef þú finnur fyrir óþægindum, verkjum eða telur þig þurfa tafarlausa tannlæknaþjónustu getur þú leitað til bráðamóttöku tannlæknaþjónustu í Reykjavík sem heitir Tannlæknavaktin.

Finndu tannlækni nálægt þér.

Um tannvernd barna (PDF).

Tannlækningar fyrir börn

Tannlækningar fyrir börn eru greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands fyrir utan 2.500 kr árgjald sem greiðist við fyrstu heimsókn til heimilistannlæknis ár hvert.

Það er skilyrði fyrir greiðsluframlagi frá Sjúkratryggingum Íslands að barnið sé skráð hjá heimilistannlækni. Foreldrar og forráðamenn geta skráð börn sín í réttindagáttina og geta þar valið tannlækni af lista yfir skráða tannlækna.

Aldraðir og fólk með fötlun

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu á tannlækningum fyrir lífeyrisþega, en til þeirra teljast aldraðir, öryrkjar og einstaklingar sem fá endurhæfingarlífeyri.

Sjúkratryggingar greiða helming kostnaðar fyrir almennar tannlækningar fyrir aldraða og fatlað fólk.  Sérreglur gilda um ákveðnar tannlækningar. Einnig greiða Sjúkratryggingar almennar tannlækningar að fullu fyrir eldri borgara og fólk með fötlun sem er langveikt og dvelur á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða hjúkrunarrýmum á öldrunarstofnunum.

Tannlækningar

Tannhirða 3 til 6 ára

Hér að ofan er dæmi um eitt af þeim fjölmörgu myndböndum sem embætti Landlæknis hefur gefið út um tannhirðu og tannvernd. Fleiri myndbönd má finna hér.

Gagnlegir hlekkir

Tannlækningar eru börnum að kostnaðarlausu til 18 ára aldurs.