Hoppa í meginmál
Persónuleg málefni

Leikskóli og dagforeldrar

Leikskólar eru fyrsta formlega skólastigið í menntakerfinu á Íslandi.

Þegar fæðingarorlofi lýkur og foreldrar þurfa að fara aftur í vinnu eða nám þurfa þeir að finna viðeigandi umönnun fyrir barnið sitt.

Á Íslandi er hefð fyrir „dagforeldrum“, sem sinna heimadagvistun.

Leikskóli

Leikskólar eru fyrsta formlega skólastigið í menntakerfinu. Leikskólar eru almennt ætlaðir börnum frá eins til sex ára. Dæmi eru um að leikskólar taki inn enn yngri börn í sérstökum tilfellum.

Það er ekki skylda fyrir börn að sækja leikskóla, en 95% barna á Íslandi ganga í leikskóla.

Lestu meira um leikskóla hér.

Dagforeldrar og heimadagvistun

Þegar fæðingarorlofi lýkur og foreldrar þurfa að fara aftur í vinnu eða nám þurfa þeir að finna viðeigandi umönnun fyrir barnið sitt. Ekki bjóða öll sveitarfélög upp á leikskóla fyrir börn yngri en tveggja ára og í sumum sveitarfélögum geta verið langir biðlistar eftir að komast inn á leikskóla.

Á Íslandi er hefð fyrir dagforeldrum, einnig þekkt sem heimadagvist. Dagforeldrar bjóða upp á löggilta einkarekna dagvistarþjónustu, annaðhvort á heimilum sínum eða á viðurkenndum dagvistarheimilum. Starfsemi daggæslu barna er leyfisskyld og sveitarfélögin sinna eftirliti með þeim.

Nánari upplýsingar um daggæslu barna er að finna undir „Daggæsla í heimahúsum“ á island.is.

Gagnlegir hlekkir

Leikskólar eru fyrsta formlega skólastigið í menntakerfinu á Íslandi.