Samgöngur á Íslandi
Það eru margar leiðir til að ferðast um á Íslandi. Flestir bæir eru svo litlir að hægt er að ganga eða hjóla á milli staða. Jafnvel á höfuðborgarsvæðinu getur það að ganga eða hjólað komið þér langt.
Hjólreiðar eru að verða vinsælli og nýir hjólastígar eru stöðugt í uppbyggingu. Rafhlaupahjól sem hægt er að leigja í stuttan tíma hafa notið mikilla vinsælda undanfarið á höfuðborgarsvæðinu og í stærri bæjum.
Að ferðast stuttar vegalengdir
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli og nýir hjólastígar eru stöðugt í uppbyggingu. Rafmagnshlaupahjól sem hægt er að leigja í stuttan tíma hafa notið mikilla vinsælda á höfuðborgarsvæðinu og stærri bæjum undanfarið.
Skoðaðu umfjöllun okkar um hjólreiðar og rafmagnshlaupahjól til að fá frekari upplýsingar varðandi það.
Að ferðast lengra
Ef þú þarft að fara lengra eða ef veðrið er til vandræða, getur þú tekið almenningasvagna (strætó). Almenningsvagnakerfið er umfangsmikið og hægt er að ferðast langt út fyrir höfuðborgarsvæðið með strætó. Þú getur keypt strætókort með appi í síma sem heitir Klapp.
Skoðaðu umfjöllun okkar um Strætó og rútur til að fá frekari upplýsingar.
Að ferðast langt
Ef þú ert að ferðast langar vegalengdir getur þú notaðst við innanlandsflug eða jafnvel ferju. Icelandair, auk nokkurra smærri flugrekenda, sér um innanlandsflug á Íslandi.
Einkafyrirtæki sjá um rútuferðir um allt land og á hálendinu.
Skoðaðu umfjöllun okkar um flug til að fá frekari upplýsingar varðandi það.
Leigubílar
Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að finna leigubíl allan sólarhringinn. Margir aðrir stærri bæir státa einnig af leigubílaþjónustu.
Einkabílar
Einkabíllinn er enn vinsælasti ferðamátinn hér á landi. Það gæti þó hugsanlega breyst í nánustu framtíð, ef fram fer sem horfir. Að ferðast með einkabíl er þægilegt en vissulega dýrt þegar á allt er litið.
Á undanförnum árum hefur aukinn fjöldi bíla valdið tíðum umferðarteppum á höfuðborgarsvæðinu og þar með lengist sá tími sem fer í að ferðast á milli staða á álagstímum. Svo ekki sé talað um aukna mengun. Að ferðast með strætó, hjólandi eða jafnvel gangandi getur í þessum tilfellum komið þér jafnvel fljótar í vinnuna eða skólann en einkabíll.
Yfirlitskort um samgöngur
Hér finnur þú yfirlitskort yfir samgöngumöguleika á íslandi. Kortið sýnir allar áætlunarleiðir með rútum, ferjum og flugvélum á Íslandi. Skoðunarferðir sem ekki fela í sér ferðir frá A til B eru ekki sýndar á kortinu. Til að sjá tímaáætlanir og frekari upplýsingar, vinsamlegast skoðaðu vefsíður viðkoamndi rekstraraðila.
Gagnlegir hlekkir
Það eru margar leiðir til að ferðast um á Íslandi. Flestir bæir eru svo litlir að hægt er að ganga eða hjóla á milli staða.