Skráning og skoðun ökutækja
Öll ökutæki sem flutt eru til landsins þurfa að vera skráð og yfirfarin áður en hægt er að nota þau. Ökutæki eru skráð í ökutækjaskrá Samgöngustofu. Heimilt er að afskrá ökutæki ef um afskrift er að ræða eða ef á að flytja það úr landi.
Skylt er að fara með öll vélknúin ökutæki í árlega skoðun.
Skráning ökutækja
Öll ökutæki sem flutt eru til landsins þurfa að vera skráð og yfirfarin áður en hægt er að nota þau. Ökutæki eru skráð í ökutækjaskrá Samgöngustofu. Heimilt er að afskrá ökutæki ef um afskrift er að ræða eða ef á að flytja það úr landi.
Skráningarnúmeri er úthlutað við skráningu og ökutækið er tollafgreitt og skoða. Bifreiðin telst fullskráð eftir að hún hefur staðist skoðun og verið vátryggð.
Skráningarskírteini sem gefið er út til eiganda þegar ökutækið hefur verið skráð skal ávallt geymt í ökutækinu.
Afskráning ökutækja
Heimilt er að afskrá ökutæki ef það er afskrifað eða ef á að flytja það úr landi. Ökutækinu þarf að skila til endurvinnslu á úrvinnslustöð. Skilagjald er greitt af ríkinu fyrir ökutæki sem skilað er inn til endurvinnslu.
Ferlið:
- Eigandi ökutækis skilar ökutæki til endurvinnslu
- Endurvinnslufyrirtækið staðfestir móttöku ökutækis
- Ökutækið er afskráð af Samgöngustofu
- Úrvinnslusjóður á vegum ríkisins greiðir skilagjald til eiganda ökutækisins
Upplýsingar um bílaendurvinnslufyrirtæki má finna hér sem og umsóknareyðublað um endurgreiðslu.
Skoðun ökutækja
Öll vélknúin ökutæki þarf að láta skoða reglulega af viðurkenndum skoðunaraðilum. Límmiðinn á númeraplötu ökutækisins gefur til kynna hvaða ár næsta skoðun á að fara fram (skoðunarmiðann má aldrei fjarlægja) og síðasta talan á skráningarnúmerinu gefur til kynna í hvaða mánuði skoðun á að fara fram. Ef síðasta talan er 0 ætti bílinn að fara í skoðun í október. Skoðunarvottorð skal ávallt vera í ökutækinu.
Mótorhjól skulu skoðuð á tímabilinu 1. janúar til 1. júlí.
Ef athugasemdir eru gerðar við skoðað ökutæki þarf að taka á þeim atriðum sem bent var á og færa svo ökutækið til skoðunar aftur.
Ef bifreiðagjald eða skyldutrygging hefur ekki verið greidd, fær ökutækið ekki skoðun.
Sé ökutækið ekki fært til skoðunar á réttum tíma er eigandi/umráðamaður ökutækis sektaður. Sektað er tveimur mánuðum eftir þann tíma sem bifreiðin átti að hafa verið færð til skoðunar.
Skoðunarstöðvar:
Gagnlegir hlekkir
- Samgöngustofa
- Endurvinnslustöðvar og umsókn um endurgreiðslu
- Um endurgreiðlsu frá Úrvinnslusjóði
- Aðalskoðun - Ökutækjaskoðun
- Frumherji - Ökutækjaskoðun
- Tékkland - Ökutækjaskoðun
- Ökutækjaskrá
Öll ökutæki sem flutt eru til landsins þurfa að vera skráð og yfirfarin áður en hægt er að nota þau. Ökutæki eru skráð í ökutækjaskrá Samgöngustofu