Aðrar ástæður fyrir flutningi til Íslands
Heimilt er í undantekningartilvikum að veita dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla umsækjanda við Ísland á grundvelli mats.
Dvalarleyfi á grundvelli lögmætra og sérstaks tilgangs er ætlað einstaklingi, 18 ára eða eldri, sem ekki uppfyllir skilyrði um annarskonar dvalarleyfi.
Hægt er að fá dvalarleyfi fyrir sjálfboðaliða (18 ára og eldri) og au pair vistun (18 – 25 ára einstaklingar).
Sérstök tengsl
Dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við Ísland er veitt í undantekningartilvikum á grundvelli mats. Fjölskyldutengsl, umönnunarsjónarmið og dvöl umsækjanda á Íslandi vega þyngst við þetta mat en í undantekningartilvikum er heimilt að veita dvalarleyfi þó umsækjandi hafi aldrei búið á Íslandi.
Dvalarleyfi vegna lögmæts og sérstaks tilgangs
Dvalarleyfi á grundvelli lögmæts og sérstaks tilgangs er veitt í undantekningartilfellum, og aðeins þegar sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, til einstaklinga, 18 ára eða aldri, sem uppfylla ekki skilyrði annarra dvalarleyfa.
Sækja um dvalarleyfi á grundvelli lögmætra og sérstaks tilgangs
Au pair eða sjálfboðaliðavinna
Dvalarleyfi á grundvelli au pair vistunar er fyrir einstakling á aldrinum 18-25 ára. Miðað er við fæðingardag umsækjanda og umsóknum sem lögð er fram fyrir 18 ára afmæli umsækjanda eða eftir 25 ára afmæli er hafnað.
Dvalarleyfi fyrir sjálfboðaliða eru fyrir einstaklinga eldri en 18 ára sem hafa fengið boð um sjálfboðaliðastarf fyrir viðurkennd frjáls félagasamtök sem vinna að góðgerðar- eða mannúðarmálum og eru hvorki rekin í hagnaðarskyni né skattskyld.