Rannsókn á ofbeldi í nánum samböndum og vinnumarkaðstengdu ofbeldi gagnvart innflytjendakonum
Viltu taka þátt í rannsókn á reynslu innflytjendakvenna á vinnumarkaði og í nánum samböndum?
Rannsakendur hjá Háskóla Ísalands eru núna með rannsókn í gangi á þessu efni. Kannanir hafa verið settar á netið og eru þær opnar öllum konum af erlendu bergi brotnar.
Tilgangur rannsóknarinnar er að skilja betur reynslu innflytjendakvenna af íslenska vinnumarkaðnum og nánum samböndum.
Það tekur um 25 mínútur að svara könnununum en þær er hægt að nálgast á eftirfarandi tungumálum: Íslensku, ensku, pólsku, tælensku, Tagalog, arabísku, portúgölsku og spænsku.
Farið er með öll svör sem trúnaðarmál.
Kannanirnar eru hluti af stærra rannsóknarverkefni sem upphaflega spratt uppúr #MeToo hreyfingunni á Íslandi.
Best er að skoða aðalsíðu verkefnisins til að fá frekari upplýsingar um rannsóknina. Ef þú hefur frekari spurningar getur þú haft samband við rannsakendur í gegnum netfangið iwev@hi.is. Þeir munu glaðir tala við þig og reyna svara öllum þínum spurningum.