Hoppa í meginmál
Innflytjendur og flóttafólk · 31.01.2024

Viltu hafa bein áhrif á stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks á Íslandi

Til að tryggja að raddir innflytjenda og flóttafólks endurspeglist í stefnu um málefni þessa hóps, er einmitt samtal og samráð við innflytjendur og flóttafólkið sjálft, mjög mikilvægt.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið vill bjóða til rýnihópsumræðu um málefni flóttamanna á Íslandi. Markmið stefnunnar er að veita fólki, sem sest hér að, tækifæri til að aðlagast betur og taka virkan þátt í samfélaginu almennt sem og á vinnumarkaði.

Framlag þitt er mikils virði. Þetta er einstakt tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks og taka þátt í mótun framtíðarstefnu.

Umræðurnar verða í Reykjavík miðvikudaginn 7. febrúar frá 17:30-19:00 í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu (Heimilisfang: Síðumúli 24, Reykjavík).

Nánari upplýsingar um rýnihópinn og hvernig á að skrá sig, er að finna í skjölunum hér að neðan, en þau eru á ýmsum tungumálum. Athugið: Skráningarfrestur er 5. febrúar (takmarkað pláss)

Íslenska

Enska

Spænska

Arabíska

Úkraínska

Opnir samráðsfundir

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stendur fyrir röð opinna samráðsfunda víða um land. Allir eru velkomnir og eru innflytjendur sérstaklega hvattir til að taka þátt þar sem umræðuefnið er stefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks.

Samráðsfundirnir verða túlkaðir yfir á ensku og pólsku.

Hér má finna frekari upplýsingar um samráðsfundina og hvar þeir verða haldnir (upplýsingar á ensku, pólsku og íslensku).